Veröld Fjördísar

sunnudagur, febrúar 27, 2005

Fältvägen 19


Fältvägen 19
Originally uploaded by Hjördís.
Jæja eru komnar inn myndir af húsinu mínu og kjallaranum loksins - þökk sé Þorgeiri fyrir að lána mér myndavélina sína!

Svo er hún Ragna mín farin að blogga, búin að setja inn link á hana og Ómar.

Er núna að hamast við að skrifa outline fyrir ritgerð... meira um helgina seinna!

föstudagur, febrúar 25, 2005

Fjóra nóttin á svona 10 dögum þar sem ég gisti hjá bekkjarsystur minni vegna þess að strætó er hættur að ganga. Ég þarf að fá mér ferðatannbursta!

Er annars að drífa mig smá - er á leiðinni til Stokkhólms eftir nokkar mín. til af fara á ráðstefnu á eftir með Hans Blix. Svo ætlum við að gista þar líka í nótt, þó svo flest okkar ná ekki að fara að sjá Felicity úr bekknum okkar vera aðalfyrirlesara annað kvöld á þessari ráðstefnu - allt fullbókað nebbilega!

Góða helgi.

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Þar sem ég bloggaði ekkert í gær, kemur kveðjan bara í dag:

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ MAMMA!!


Vona að kortið skili sér bráðlega :)

Önnur hamingjuósk fer til Liverpool liðsins míns, mikið gerðu þeir mig stolta og ánægða í gær. Náði ekki að horfa á leikinn því miður, sat á veitingahúsi með bekknum og sá Real Madrid vinna Juventus, þeim til mikils skaprauna.
En í kvöld verður svo annar stórleikur sem við ætlum að horfa á - Barcelona v Chelsea og verður hann örugglega ekkert leiðinlegur! Sérstaklega ekki menn eins og Paul eru að horfa á hann, en hann er einn sá mesti stuðningsmaður Barca sem ég hef séð, fyrir utan að vera ótæmandi viskubrunnur um knattspyrnu almennt!

Fyrir leikinn ætla ég á fyrirlestur Dr. Brian Palmer en hann var valinn besti kennarinn í Harvard á síðasta ári.
Fyrirlesturinn með Uribi, varnarmálaráðherra Kólumbíu fannst mér áhugaverður. Hann lá þó undir mörgum erfiðum spurningum um kókaínframleiðslu, skæruhernað, mannrán og allt það sem Kólumbía er þekkt fyrir, en mér fannst svara þessu ágætlega. Margir þeirra í bekknum mínum voru þó ekki nógu ánægðir með svörin og finnst herinn hafa ferið ansi geyst í umbætur og öryggiseflingu, á kostnað borgaralegra réttinda og lýðræðis.

Verð að drífa mig út núna í strætó! Áfram Chelsea (segji þeta bara til að stríða Paul ...)

mánudagur, febrúar 21, 2005

Stundum dettur maður niður á algjöra gullmola. Á föstudaginn fékk ég lánaði heimildarmynd frá Tuuli sem heitir "The Gleaners and I" (frönsk mynd) og hún er svo æðisleg að ég á bara ekki orð! Hún fjallar um þessa gömlu iðkun, to glean, sem felst í því að fara yfir akra og fleti eftir að uppskeran hefur verið tekin upp, og taka semsagt það sem eftir er og ekki náðist. Oftast voru þetta fátæklingar sem hirtu afganginn og var þessi iðja vernduð með lögum. Og nú til dags gerir fólk þetta ennþá - vinnuvélar ná ekki öllu af runnum, úr jörðinni, henda aflöguðu kartöflunum og svo framvegis þannig að fólk tekur afganginn. Sumir gera þetta af hugsjón, aðrir vegna fátæktar.
Svo var einnig fjallað um nútíma "gleaners" þeir sem hirða úr sorptunnum og mörkuðum. Það var einning fólk þar sem gerði þetta af hugsjón, fannst eyðsla mannsins svo yfirgengileg og mörgu nytsamlegu og heilu hent að það lifði bókstaflaga af rusli!
Þetta var semsagt alveg frábær mynd fannst mér og vel gerð, mæli með henni!

Ég var að fá aðra afmælisgjöf að heiman. Í viðbót með ungversku kettina mína sem sitja núna fallega uppi í hillu, fékk ég 3 DVD myndir og svo Punk Planet tímaritið! Myndirnar eru allar frábærar, algjör klassík: The Princess Bride, The Boondock Saints, og The Nightmare Before Christmas.

Á morgun er fyrirlestur hjá okkur með varnamálaráðherra Kólumbíu, alltaf gaman að fá svona gestafyrirlesara. Svo seinna um daginn er annar opinn fyrirlestur með Dr. Paul eitthvað, en hann var valinn uppáhalds kennarinn í Harvard í fyrra og hann mun fjalla um hvort það ætti að "Sænsk-væða" heiminn...

föstudagur, febrúar 18, 2005

Góðan og blessaðan daginn!

Til hamingju með daginn Hjördís! Já takk fyrir :)

Afmælisbarn dagsins:
Þú gætir hæglega séð þér farborða með málaferlum, rökræðum og kappræðum. Þú býrð líka yfir heilunarhæfileikum. Þér hættir til að fara eigin leiðir og skeyta ekki um ráðleggingar annarra. Þú ert brautryðjandi að eðlisfari. Talan átján á bæði við snilligáfu og brjálæði. Þitt er valið.

Ég túlka þetta þannig að mér eigi eftir að ganga frábærlega í Negotiation kúrsinum mín, og vel að sjálfsögðu snilligáfuna!

Maturinn í gær var mjög vel lukkaður. Góður matur, næstum full mæting, dansað til lokunar og svo á annan bar að dansa meira. Strætó löngu farinn svo ég gisti hjá Janna sem átti aukarúm. Ég fékk sérmeðferð, því hinar stelpurnar gistu fimm í samanlögðum rúmum Irene. Gott af vera afmælisbarn plús allir að gefa manni í glas!

Fórum svo allar saman í hádegismat á kaffihúsi í dag - rölt um bæinn í kjölfarið (enn í djammgallanum) og er nú komin heim og á eftir að skipuleggja kvöldið. Kannski ætlum við Tuuli gera eitthvað, enn á huldu samt.

Takk fyrir hamingjuóskir - myndir frá gærkveldinu koma víst bráðlega á netið var mér lofað og myndasmiðum bekkjarins :)

fimmtudagur, febrúar 17, 2005

Já nei það gekk ekkert allt of vel að tala við Niklas. Ég fór reyndar full sjálfstrausts að tala við hann, eftir að hafa nokkrum mínútum áður fengið "Excellent" fyrir Negotiation verkefnið mitt - það svona sannaði fyrir sjálfri mér að ég væri ekki alveg tóm í hausnum. Hann byrjaði á því að hrósa mér fyrir fína ensku og gott málfar og að hann hafði haldið að ritgerðin hafi verið skrifuð af öðrum hvorum ameríkananum í bekknum. Þannig að það var jákvætt. Ritgerðin fannst honum í sjálfu sér alveg ágæt, hins vegar taldi hann að ég hafi ekki fylgt fyrirmælum prófsins og skrifað of mikið um hugsanlega lausn deildunnar. Ég reyndi að rökræða við hann mína hugsun á bakvið sem er um hversu erfitt er að aðskilja hugtökin, en það fannst honum of framsækin hugmynd... Þannig að já, þetta var semsagt fín ritgerð fannst honum, en bara ekki um rétt efni. Því er ekkert hægt að malda í móinn meira!

Tuuli bauð okkur nokkrum heim í afmælishitting heima hjá henni í fyrradag. Fyrr en varði var bara að koma miðnætti og ég búin að missa af tengistrætó niðrí bæ! Endaði á því að sofa á gólfinu heima hjá henni... Svona er að vera alveg háður strætó, ekki alltaf nógu gaman.

Til dæmis á eftir er bekkjarkvöldverður og svo partý á eftir (í einu af Nationinu). Elise (USA) ætlar að gista hjá mér þar sem hún býr í Stokkhólmi, en hins vegar verðum við örugglega að taka strætó heim áður en ballið er búið - glatað!
Það sem er ennþá meira glatað er að ég þarf að fara á fund hjá Alumni samtökunum á eftir, og fer svo beint þangað í kvöldmatinn - þarf því að vera ýkt fín á þessum fundi og já bara fara eftir klukkutíma! Ég sem er að deyja úr þreytu :(

Keypti mér svona anti-friss hármjólk áðan. Hef alltaf notað frá Redken sem kostar glæpsamlega mikið, fann svo svona svipaða vöru á 350 kall áðan! Vona að hún virki allavega eitthvað, alltaf að spara!

Vaxið situr enn uppí í hillu og ögrar mér daglega...

Ekki gleyma að hlusta á XFM á laugardaginn þegar nýr þáttur, Fótbolti.net, fer í loftið á hádegi í umsjón Elvars og Gunnars Jarls! Lítil fluga hvíslaði að mér að Elvar greyjið myndi nú örugglega ekki fá mikið að tala... thihihi.

Jæja bara beint í sturtu og svo fund og svo mat og svo ball!

Já nei það gekk ekkert allt of vel að tala við Niklas. Ég fór reyndar full sjálfstrausts að tala við hann, eftir að hafa nokkrum mínútum áður fengið "Excellent" fyrir Negotiation verkefnið mitt - það svona sannaði fyrir sjálfri mér að ég væri ekki alveg tóm í hausnum. Hann byrjaði á því að hrósa mér fyrir fína ensku og gott málfar og að hann hafði haldið að ritgerðin hafi verið skrifuð af öðrum hvorum ameríkananum í bekknum. Þannig að það var jákvætt. Ritgerðin fannst honum í sjálfu sér alveg ágæt, hins vegar taldi hann að ég hafi ekki fylgt fyrirmælum prófsins og skrifað of mikið um hugsanlega lausn deildunnar. Ég reyndi að rökræða við hann mína hugsun á bakvið sem er um hversu erfitt er að aðskilja hugtökin, en það fannst honum of framsækin hugmynd... Þannig að já, þetta var semsagt fín ritgerð fannst honum, en bara ekki um rétt efni. Því er ekkert hægt að malda í móinn meira!

Tuuli bauð okkur nokkrum heim í afmælishitting heima hjá henni í fyrradag. Fyrr en varði var bara að koma miðnætti og ég búin að missa af tengistrætó niðrí bæ! Endaði á því að sofa á gólfinu heima hjá henni... Svona er að vera alveg háður strætó, ekki alltaf nógu gaman.

Til dæmis á eftir er bekkjarkvöldverður og svo partý á eftir (í einu af Nationinu). Elise (USA) ætlar að gista hjá mér þar sem hún býr í Stokkhólmi, en hins vegar verðum við örugglega að taka strætó heim áður en ballið er búið - glatað!
Það sem er ennþá meira glatað er að ég þarf að fara á fund hjá Alumni samtökunum á eftir, og fer svo beint þangað í kvöldmatinn - þarf því að vera ýkt fín á þessum fundi og já bara fara eftir klukkutíma! Ég sem er að deyja úr þreytu :(

Keypti mér svona anti-friss hármjólk áðan. Hef alltaf notað frá Redken sem kostar glæpsamlega mikið, fann svo svona svipaða vöru á 350 kall áðan! Vona að hún virki allavega eitthvað, alltaf að spara!

Vaxið situr enn uppí í hillu og ögrar mér daglega...

Ekki gleyma að hlusta á XFM á laugardaginn þegar nýr þáttur, Fótbolti.net, fer í loftið á hádegi í umsjón Elvars og Gunnars Jarls! Lítil fluga hvíslaði að mér að Elvar greyjið myndi hún örugglega ekki fá mikið að tala... thihihi.

Jæja bara beint í sturtu og svo fund og svo mat og svo ball!

mánudagur, febrúar 14, 2005

Í tilefni Valentínusardagsins:

- Tók ég niður jólaskrautið mitt, þessi tvö jólapóstkort sem voru á hurðinni minni, þó hjartalega væru
- Keypti ég mér fetaost með ólífum og borðaði ofaná rúnstykki
- Setti ég tómatsósuna með kvöldmatnum hjartalaga á diskinn
- Ákvað ég að vaxa á mér fótleggina í kvöld, þrátt fyrir klukkutíma langa heimildarmynd í gærkveldi sem fjallaði um hárvöxt kvenna og hvers vegna þær leggja á sig ómælt erfiði til að losna við hann. Enda keypti ég vaxið fyrr um daginn.
- Sagði ég krökkunum frá bónda og konudögum á Íslandi
- Ætla ég ekki að tjá mig um Niklas hérna í dag (ok kannski á eftir bara...

Það er allt að verða vitlaust í bekknum mínum þessa dagana. Við fengum lokaprófið okkar (ritgerðina) til baka á föstudaginn og fólk er ekki sátt. Þvílíkt og aðrar eins einkunnir hafa ekki sést lengi, og langflestir mjög ósáttir við einkunnina sína og vilja að hún verði endurskoðuð. Við tölum öll eitt og eitt við Niklas um ritgerðina, en það er ekki nóg - margir ætla að taka þetta skrefi lengra og láta endurmeta hana af öðrum. Ég fékk lægstu einkunn sem hægt var að gefa, E. Var ekki ein um það, og margir fengu líka D (til dæmis Ana, Fran og Paul sem er kemur alveg ótrúlega á óvart!) en þeir heppnu nældu sér í C og 3-4 í A eða B.
Það sem var að hjá mér í stærstum hluta var að Niklas fannst ég ekki hafa náð því að ritgerðin ætti að vera um "conflict management" eða "conflict prevention" og skrifaði allt of mikið um hugsanlega lausn frekar! Þetta fer reyndar dáldið eftir skilgreiningaratriðum og margir lentu í því sama, enda flestir sem finnst lausn deilu vera hluti af því að ná tökum á henni "conflict management."
En já, svona var nú þetta, bekkurinn er æfur alveg, fundir haldnir og læti sem ég skil alveg og sjálf er ég hundóánægð. Fer á minn litla fund með Niklas á morgun og fæ þá nánari útskýringu á einkunnagjöf.

Þetta er svona það sem helst er rætt um í bekknum þessa dagana. Í gær fór ég í smá mat og mynd heima hjá Felicity með Fran, Tuuli, Ana og Irene og þrátt fyrir að við lofuðum að tala ekki um skólann það kvöld þá náttúrulega var varla annað rætt og Niklasi bölvað til Kína (þar sem hann vinnur hjá ráðgjafafyrirtæki á fjármálamarkaðinum og hefur búið). Annars var gaman að hitta stelpurnar auðvitað og við skemmtum okkur yfir Team America: World Police (hún er æði) og svo Sideways (sem er mjög góð finnst mér).
Já þannig að það er ekkert sérstaklega gott hljóð í bekknum þessa dagana, þrátt fyrir það ætlum við að fara út að borða saman á fimmtudaginn og halda upp á þessi 5 afmæli sem eru í bekknum í febrúar. Ekki veitir af því að létta andrúmslofið...

Lofa að koma með einhver skemmtilegri blogg seinna...

föstudagur, febrúar 11, 2005

Er að skrifa fyrsta verkefnið mitt í Negotiations núna sem skila á á morgun. Þetta er bara létt æfing svosem, 3 blaðsíður þar sem við veljum eitthvert efni áfangans hingað til og skrifum hvernig sú kenning (eða hugmynd, model, hugtak..) fellur inn í raunveruleiks nútímans.
Ég er að rita um post-argeement negotiations (viðbótarumræður? Eftirsáttmáli?) og nota auðvitað uppáhaldið mitt hann Walter Zartman til að styðja það sem mér finnst. Zartman er minn uppáhalds samningaviðræðumaður. Fíl´ann!

Já spennandi hugsið þið, heppin ég að vera í svona skemmtilegur námi liggaliggalái :)

mánudagur, febrúar 07, 2005

Hjördís og kisi blóta þorrann

Hvað er nú gert á þorrablótum? Jú, gamall og úldinn matur étinn með bestu lyst. Af því tilefni ákvað ég að bíta í skjaldarrendurnar, láta ekki mitt eftir liggja, og borða myglað ket.
Tja þetta byrjaði nú ekki af neinni hugsjón - var að týna til í kvöldmatinn og fann tvær gamlar hveitikökur, rifinn ost sem var bara pínu oggu myglaður (og ég henti þeim hluta að sjálfsögðu) sem ég setti á milli, auk mexikósks krydds. Svo mundi ég - ahhhh hakk! Þá átti ég steikt hakk sem var notað um daginn (ætla ekki að segja nánar hvenær "daginn" var) svo ég skellti eins miklu og ég gat á milli. Ég þefaði auðvitað og sniffaði vel af hakkinu en fann bara kryddlykt, að auki fúlsaði Tiger (kisi af efri hæð) ekki við góðgætinu. Smá stund í örbylgjuofni og voila, kvöldmaturinn rjúkandi á borðið í anda þorrans. Held það nú hvað maður er þjóðlegur...

Mikið langar mig nú annars í rjómabollur á morgun. Hér í Svíþjóð hafa undanfarnar vikur verið seldar svokallaður "semlor" sem eru þeirra afbrigði af þessu lostæti, þó sultuna vanti. Og núna veit ég hvers vegna fjölskyldan mín hefur alltaf smá marsipan á milli bollana...

fimmtudagur, febrúar 03, 2005

Það er sko alveg heill barnakór inni í höfðinu á mér. Nokkur snjórkorn falla frá himni hérna og "öll jörðin er sveipuð jóóóóólasnjó..." Ég er ekki hægt.

miðvikudagur, febrúar 02, 2005

Anne og Joshua litli


Anne og Joshua litli
Originally uploaded by Hjördís.
Anne vinkona mín frá Kanada var að eignast soninn Joshua Micheal þann 30. jan. Þau eru bæði hamingjusöm og heilbrigð, og ég er svo ánægð fyrir hennar hönd.
Ég hef minnst á Anne hérna áður en hún var í mjög slæmi sambandi með honum Gio sem hún kynntist í West Georgia, en þegar hún varð ólétt fékk hún nóg og safnaði nógu hugrekki til að fara frá honum.
Þetta er löng og sorgleg sama sem ég var viðloðin í Carrollton - en núna er hún semsagt flutt aftur heim til fjölskyldunnar sinnar í Kanada og líður mjög vel þar :):)

þriðjudagur, febrúar 01, 2005

Jæja þá er Þorgeir að keyra út úr götunni minni. Mikið var nú gaman að hafa hann hérna í smá heimsókn, nú er aftur orðið tómlegt í kjallaranum :(

Hann náði allavega að fara smá á snjóbretti hérna þó svo ég ég kæmist því miður ekki með, allaf er það nú eitthvað! Þurfti að fara á fund í gær sem var flýtt, og í dag ákvað hann að skella sér til Noregs bara í stað þess að fara beint til Danmerkur aftur. Það á semsagt eitthvað að líða lengur þar til ég fer á bretti...

Tók nokkar myndir áðan af húsinu en vegna þessa að engin var ubs snúaran þá bíða þær eftir að G sendi mér þeir seinna.

Læ tæ tæ... hvað á ég að gera núna? Læra? Kannski. Taka til? Hæpið. Horfa á Alexander sem ég nappaði af netinu í gær á methraða því G lét mig fá forrit sem svínvirka? Held það bara.