Veröld Fjördísar

laugardagur, október 29, 2005

Ég er ekki að segja að mér finnist ekki gaman að birta myndir af litla frænda mínum, en fyrst hún Guðrún er búin að gera svona fína heimasíðu fyrir kappann þá er best að leyfa henni bara að sjá um það!

Endilega kíkið á hana

þriðjudagur, október 25, 2005

Þegar ég kom í vinnuna í dag tók ég eftir því að ég var í rauðum sokkum. Mér fannst það gaman og viðeigandi fyrir Kvennafrídaginn.

Langaði bara að koma því að!

fimmtudagur, október 20, 2005

Halló heimur!

Sko er maður sætur eða hvað...

Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Hjá pabba sínum

Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Í fyrsta baðinu, alveg sallarólegur bara

Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Hreinn, saddur og þurr....ahhh

Free Image Hosting at www.ImageShack.us
Ofsalega er maður nú fallegur

Já fyrst ég er svona löt að blogga sýnist mér bloggið mitt vera að breytast í barnalandsíðu! Ekki slæmt að skreyta annars síðuna með svona fallegum myndum af systursoni mínum :)

fimmtudagur, október 13, 2005



Ég er orðin frænka! Um klukkan korter fyrir ellefu í morgun fæddist einn fallegur drengur á Landspítalanum.

Hérna sést hann með stoltum pabba sínum núna í kvöld.

Drengurinn var 49 cm. og var 3260 gr. að þyngd, allt gekk voðalega vel hjá þeim og eru þau hraust og sælleg.


Free Image Hosting at www.ImageShack.us

Free Image Hosting at www.ImageShack.us

Free Image Hosting at www.ImageShack.us

Free Image Hosting at www.ImageShack.us

Free Image Hosting at www.ImageShack.us

INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ LITLA SNÚÐINN YKKAR, GUÐRÚN OG OSCAR!

mánudagur, október 10, 2005

Læknastéttin sagði að í gær hefði ég átt að verða móðursystir. Svo varð ekki. Því bíð ég enn. Guðrúnu finnst þetta samt örugglega ágætt þar sem það er verið að setja upp eldhúsinnréttinguna hennar núna og betra kannski að hafa hana og vask og svona áður en litli snúðurinn kemur.

Ég er ekki frá því að þessar sex myndir sem við Herdís sáum á Kvikmyndahátíð hafi bara verið 3000 kr virði! Við allavega nutum þess að fara og njóta menningarinnar svona einu sinni :) Svo er önnur október filmfest að hefjast, nóg að gera!

mig langar til útlandsins...

miðvikudagur, október 05, 2005

Ég er sökkva í lágmenningarfen. Að minnsta kosti samkvæmt einum manni sem ég þekki. Honum finnst tónlistin sem ég hlusta á amerísk lágmenning, og svo núna tekur steininn úr held ég þar sem ég er að fara að bregðast við klukki frá Erlu perlu. Svosem mér að kenna fyrir að vera að hnýta í hana á blogginu hennar, ég fékk það í bakið og þarf nú sjálf að svara fyrir mig. Þessi maður sem ég minntist á áðan var einmitt líka klukkaður en svaraði fyrir sig með því að hrauna yfir þetta athæfi sem honum finnst lágmenning og líkja því við að senda tryggingasölumenn á vini sína eins og

Þannig að Jón minn, ég held að ekki einu sinni Kvikmyndahátíð geti bjargað mér núna frá lágmenningarlifnaði! Núna ætla ég að svara klukkinu og hlusta á eitthvað eðal amerískt háskólarokk á meðan :)

1) Þegar ég var yngri þá stofnuðum ég og Gerður vinkona mín leynifélag sem hét Róttæku indjánarnir og beittum við okkur fyrir verndun Ártúnsbrekku með því að stunda skipulagða skemmdarstarfsemi á framkvæmdum við skíðalyftuna. Þetta játaði ég fyrst fyrir fyrrnefndum Jóni fyrir skömmu og er loksins að verða bara stolt af mínum innri anarkisma!

2) Eitt af sturtulögunum mínum þremur er lagið "What it Takes" með Aerosmith. Elska það.

3) Ég á mér uppáhaldsorð. Það er orðið "hnoss" Engin ástæða fyrir því held ég.

4) Þór Bæring var einu sinni uppáhalds útvarpsmaðurinn minn. Það var þegar hann var á Sólinni - hann fékk heila blaðsíðu um sig í Tjáningarbókinni minni því hann var með svo flotta rödd og skemmtilegur.

5) Ég blogga á ensku. Það er fyrir ammríska vini míni og þar get ég skrifað um ykkur öll án þess að þið fattið HAHAHHAAHHHAAHAHHAHA. Hmmmm er þetta ekki komið?

Í tilefni dagsins ætla ég ekki að klukka neinn sjálf. Því ég er góðhjörtuð og með fallega sál.
Ég er farin á Kvikmyndahátíð lágmenningarslepjurnar ykkur - Hjördís Out!

laugardagur, október 01, 2005

Það er gott að kenna fólki að stela af netinu. Maður verður eitthvað svo mjúkur inni í sér og sáttur. Ætla ekki að segja að einhverri innri þörf sé fullnægt, það er bara svo nauðsynlegt að fá sér góða tónlist áður en hún kemur út. Sleppur við að leita að henni á Íslandi (hef ekki fundið mína tónlist hér hingað til) og borga fyrir hana. Ég styð tónlistarmenn á annan hátt, minn hátt. Hef ekkert samviskubit. Dreifi boðskapnum af gleði og einlægni. Ég er eiginlega svona bara nútíma Jesús ef þið hugsið út í það...

(ok þetta var náttúrulega grín, þetta síðasta, ekki þetta með að ræna af netinu)