Veröld Fjördísar

sunnudagur, ágúst 26, 2007

Það fór eins og mig grunaði. Síðasta vígið er fallið. Eins og ég spáði fyrir um hér á blogginu fyrir nokkru þá er farið að spila Against Me! á X-inu. Hvað getur maður sagt? Þetta er samt pínu undarlegt. Að litla pönksveitin manns sem ég hef reynt að troða í alla í nokkur ár (með litlum árangri) sé nú farin að heyrast í útvarpinu. Auðvitað er maður glaður! Fleiri fá að njóta þeirra :) Þó svo þessi nýjasta plata þeirra sé ekki eins góð að mínu mati og þeirra gömlu, þá er hún hún einstaklega áheyrileg og ég hef gaman að henni.

Held að ég hafi núna heyrt í öllum "mínum" hljómsveitum, böndunum sem ég kynntist í Ameríku en bjóst ekkert endilega við að myndu vera spiluð hér. Meira að segja Coheed and Cambria hafa náð í útvarpið. Man hversu undrandi og glöð þegar ég heyrði fyrst Fall Out Boy spilað hérna, núna heyrast þeir á FM 95,7, sama með My Chemical Romance sem voru flokkaðir sem screamo einu sinni, eins fyndið og það hljómar núna.

Enda sér ekki fyrir endann á þessu rokktrendi. Meira að segja Gugga systir ljóstraði því upp að hún fílaði eitt lag með Muse. Þetta er frábær þróun eftir r'n'b og poppsykurfroðu fyrir það!!!

Annars er ég heima núna algjörlega óvíg. Get varla gengið. Hef ekki haft svona miklar harðsperrur í fleiri ár held ég. Fyrir utan strengina er ég með bólgur og mar á framhandleggnum eftir þetta helvíti... úff. Og þetta var bara prufutími.

Annars gengur kvikmyndahátíð ágætlega. Hef séð 6 myndir og á 4 eftir sem ég ætla mér að sjá. Sú besta sem ég hef séð var Hallam Foe. Enda er ég að átta mig á því hvernig bíómyndir mér þykja besta; dramatískar myndir um gallað fólk, með fáum persónunum sem gætu hafa verið leikrit. Myndir eins og Closer, The Shape og Things og Notes on a Scandal. Og svo The Princess Bride auðvitað :D

mánudagur, ágúst 20, 2007

Sit hér heima með grátstafinn í kverkunum eftir að hafa setið í gegnum heimildarmyndina The Bridge, sem fjallar um fólk sem fleygir sér niður af Golden Gate brúnni og hverfur í öldurótið. Átakanlegt að horfa upp á þetta.

Áður en ég sá þá mynd horfði ég á For Your Consideration sem var frábær alveg, elska húmorinn í henni. Síðan ætlaði ég að fara á þriðju myndina en hefði ekki náð strætó heim svo ég varð að sleppa henni. Bömmer.

Já, kvikmyndahátíð í gangi gott fólk. Hitti ykkur í sal 3 í Regnboganum!

Vil svo minna á stórleik Íslands og Kanada í knattspyrnu á miðvikudaginn sem enginn má missa af. Gæti jafnvel laumað ykkur með inn í VIP fyrir leik ef þið segið ekki Henry.... :P

mánudagur, ágúst 13, 2007

Okídókí, komin heim frá Vín hress og kát!
Hér eru myndir frá ferðinni, tékk it át.

Ferðin var alveg frábær í alla staði þrátt fyrir smá hnökra í upphafi, engan flugmiða, armpit of the universe, barþjón sem gaf okkur númerið sitt, löng flug, Heathrow og hita. Komum svo til Vínar og þar tók fólk mér ekkert sérstaklega vel í byrjun þar sem ég var valin í Öryggisráðið þrátt fyrir enga reynslu. Merkilegt að mæta svona öfund og leiðindi á fyrsta kvöldin, en það hvarf nú af fólki sem betur fer. Mikið að gera hjá okkur og mikil prógrömm á kvöldin. Úff og drama auðvitað. Það er alltaf drama í svona hópi. Nenni ekki að skrifa mikla ferðasögu, hægt að skoða bara myndir og svo tala við mig á msn eða eigin persónu.

Mikið er maður nú flottur svona í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna á fyrsta dagi :P Þarna á myndinni má sjá Malte í blárri skyrtu, svo Giacomo og Marco - svona kjarninn í hópnum sem við María vinguðumst við.


fimmtudagur, ágúst 02, 2007


Það er sá tími mánaðarins. Sá tími sem ég birti leitarorð bloggsins frá júlí. Alltaf kemur mér það jafn skemmtilega á óvart hvernig fólk getur villst inn á síðu eftir að hafa gúgglað hluti eins og illa salati adan og sana sól.
Smellið á myndina til að sjá hana stærri.