Veröld Fjördísar

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Eitt af því sem virkilega hefur bjargað hjá mér hádegisverðinum, þegar ég borða AB mjólk með músli, eru litlu þurrkuðu bananabitarnir sem ég fékk einstöku sinnun. Þegar ég sá þá ofan í skálinni minni varð ég alveg spennt og geymdi þá eins og ég gat, þar til ég lét undan og fékk mér stökkann og bragðgóðan bitann í skeiðina.
Síðan núna áðan gerðist svolítið.
Ég var í Melabúðinni og rak þar augun í heilan poka af bananabitum! Heill poki, bara fyrir mig! Á 159 kr! Ég greip hann og hugsaði mér gott til glóðarinnar í næsta hádegismat, þetta verður spennandi!!!!!

Svo keypti ég mér líka Kappa, sem er kókómjólk frá Mjólku. Mér finnst hún betri heldur en þessi venjulega...

miðvikudagur, janúar 24, 2007

Í gær þegar ég var að hlusta á X-ið var ég sönglandi með laginu Funeral með hinni ágætu hljómsveit Band of Horses, og í afkynningu tekur Frosti við að tala um að þetta lag hafi verið í spilun á X-inu í tæpt ár, en núna heyrðist honum svona frammi á gangi að það verið að eyðileggja það. Hann sagði að lagið hefði víst verið í einhverjum unglingaþætti, O.C. hélt hann, og FM hnakkarnir hefðu tekið lagið upp á sína arma og væru nú að eyðileggja það.

Og þá fór ég að hugsa. Og enn og aftur um þessa togstreitu milli hópa í samfélagi sem hlusta á mismunandi tónlist og skilgreina sig samkvæmt henni. Nú held ég að flestir viti ég er frekar víðsýn þegar kemur að tónlist, ég hlusta á rokk (allt frá emo, trúbadora, hardcore), pönk (af ýmsum toga), popp af ýmsum toga, rapp, barnatónlist, og jafnvel klassíska þegar þannig stendur á. Hins vegar finnst mér r´n´b tónlist og þessi svona "FM tónlist" alveg skelfilega leiðinleg. Hins vegar get ég ekki sagt að öll tónlist sem hljómar 95,7 sé hryllingur því þangað rata stundum fín lög, eins og áðurnefnt Funeral. Nokkur önnur lög gæti ég týnt til; Crazy með Gnarls Barkley sem er stuðlag, nokkur Fall Out Boy hafa ratað þangað og svona eitt og annað. Hins vegar, verð ég að vera sammála Frosta að um leið og lög fara í spilun á FM þá eyðileggjast þau. Af því að mér finnst ég svo þröngsýn og glötuð fyrir að hugsa þetta, reyndi ég að kryfa það hvers vegna ég hef þessa fordóma.

þriðjudagur, janúar 16, 2007

Nei mig bara langaði bara svona til að koma því að ég er að fara til Mexíkó! 19. mars! Kem svo aftur þann 4. apríl!

Bara ef þið voruð að velta því fyrir ykkur....

laugardagur, janúar 13, 2007

Sko, ég var að fá símtal núna rétt áðan og langar að blogga um það en má/get það ekki. Stundum er erfitt að vera á svona opnu bloggi þar sem fólk til dæmis gúgglar "hælsæri" og lendir á síðunni minni (án djóks, gerðist í gær sá ég).

Ég hef engar fréttir fengið af mökunni minni sem á núna samkvæmt dagskránni hennar að vera komin til Mexíkóstrandar þar hún mun eyða 10 vikum í að bíða eftir mér. Því þá, góðir hálsar, mun ég fljúga til Cancun og eyða 13 dögum í að þvælast upp til Mexíkó City og þaðan heim :D Ljúft? Ojá. Á ég það skilið? Svo sannarlega. Af hverju? Aþþí bara.

Í gangi:
- Heiða frænka var að eignast litla stelpu
- Ég var að kaupa mér leðurstígvél og ullarpils á útsölu
- Ég fer ekki á Liverpool - Barcelona
- Lárus Orri minn fór uppá slysó í kvöld með gat á augabrúninni
- Ég er hrifnari af rauðvíni heldur en hvítvíni
- Neil Gaiman er að gera góða hluti
- Ég er hins vegar ekki að gera góða hluti í FFX
- Ég var sammála landbúnaðarráðherra í fyrsta sinn í vikunni, enda er verðtrygging að valda mér martröðum

Ætla svo ekki allir að mæta á morgun til að styða TÞM?

þriðjudagur, janúar 09, 2007

Kláraði að lesa Skipið hans Stefáns Mána í gær og var andvaka á eftir. Veit ekki hvort það var vegna bókarinnar, sem er jú örlítið hrottaleg - eða þá að ég hugsi bara alltaf svona hræðilega mikið þegar ég fer að sofa. Ekki nóg að mig dreymi svona mikið, heldur er ég alltaf núna með heilann á fullu fyrir svefninn - ekki skrýtið að maður sé alltaf svona sybbinn í vinnunni!

sunnudagur, janúar 07, 2007

Brósi er farinn til Akureyrar, Taryn fer út aftur á morgun, sama dag og Herdísin mín. Níu mánuðir sem hún verður í útlöndum. Án mín. Kannski samt ekki aaaaaaaalveg. Ef ég fæ frí í vinnu þegar ég óska eftir gæti verið að maður kíkti á hana á þessu flakki, það á eftir að koma í ljós samt.

Ég var einmitt að kvarta yfir því núna í sl. viku að það er ekkert sem ég hlakka til á þessu ári. Ekki neinn atburður eða viðburður sem ég veit af. Engin utanlandsferð, brúðkaup, ný börn hjá vinum, íbúð... já bara ekkert sem ég núna get beðið eftir eða farið að skipuleggja eitthvað. Þannig að ef að ég þetta frí í gegn þá er allavega eitt á þessu ári sem er skipulagt :D

Ég er búin að vera að hugsa um hvað ég geti sett á svona árslista hjá mér - 2006 var samt um margt merkilegt, og þá sérstaklega þar sem ég fékk nýju vinnu já og uppgötvaði Billy Talent! Á eftir að hugsa um þetta betur, nenni því ekki núna því ég er að fara að horfa á bíó. Held það nú...

þriðjudagur, janúar 02, 2007