Veröld Fjördísar

miðvikudagur, febrúar 23, 2005

Þar sem ég bloggaði ekkert í gær, kemur kveðjan bara í dag:

TIL HAMINGJU MEÐ AFMÆLIÐ MAMMA!!


Vona að kortið skili sér bráðlega :)

Önnur hamingjuósk fer til Liverpool liðsins míns, mikið gerðu þeir mig stolta og ánægða í gær. Náði ekki að horfa á leikinn því miður, sat á veitingahúsi með bekknum og sá Real Madrid vinna Juventus, þeim til mikils skaprauna.
En í kvöld verður svo annar stórleikur sem við ætlum að horfa á - Barcelona v Chelsea og verður hann örugglega ekkert leiðinlegur! Sérstaklega ekki menn eins og Paul eru að horfa á hann, en hann er einn sá mesti stuðningsmaður Barca sem ég hef séð, fyrir utan að vera ótæmandi viskubrunnur um knattspyrnu almennt!

Fyrir leikinn ætla ég á fyrirlestur Dr. Brian Palmer en hann var valinn besti kennarinn í Harvard á síðasta ári.
Fyrirlesturinn með Uribi, varnarmálaráðherra Kólumbíu fannst mér áhugaverður. Hann lá þó undir mörgum erfiðum spurningum um kókaínframleiðslu, skæruhernað, mannrán og allt það sem Kólumbía er þekkt fyrir, en mér fannst svara þessu ágætlega. Margir þeirra í bekknum mínum voru þó ekki nógu ánægðir með svörin og finnst herinn hafa ferið ansi geyst í umbætur og öryggiseflingu, á kostnað borgaralegra réttinda og lýðræðis.

Verð að drífa mig út núna í strætó! Áfram Chelsea (segji þeta bara til að stríða Paul ...)