Veröld Fjördísar

þriðjudagur, júlí 26, 2005



Liðsmynd Liverpool 2005

HAHAHA, stal þessari mynd skammarlaust af Liverpool blogginu því hún er einfaldlega æðisleg. Ég er svona bara pínu að taka Crouch í sátt, ætla að sjá til eftir leikinn í kvöld.

Hver sá sem getur rokkað upp Billy Jean á kassagítar og virkilega látið mann trúa því að the kid is not his son á skilið massívt hrós í mínum bókum. Hjalti bauð mér með sér á útgáfutónleika Lights on the Highway í vikunni á Gauknum - og Pétur Ben, sem hitaði upp fyrir þá, stal gjörsamlega senunni að ég tel. Mjög svo amerískur í útliti steig hann upp á svið með gítar og munnhörpu og rokkaði, sóló og læti. Held með honum, ætla að fylgjast með hvar hann verður að spila núna. Hins vegar voru Lights... ekki beint minn tebolli. Heldur mikið síð-stoner-rokk fyrir minn smekk þó svo áhorfendur virtust vera að fíla þá! Kannski ekki að marka þar sem ekkert getur jafnast á við Against Me! tónleika, tvo daga í röð...

Jæja þá er það official. Ég er nörd. Allavega var einhver afgreiðslustúlka í Hot Topic í Mall of America sem ætlaði varla að selja Þórdísi myndasögublað sem hún var að kaupa fyrir mig, henni fannst það svo nördalegt... Pliff sumt fólk bara skilur ekki. Hvað með það þó ég hafi gaman að vel útpældum myndasögum sem tengjast beint Coheed and Cambria hjómsveitinni sem ég elska? Er það eitthvað verra en að tja, lesa Harry Potter (sem ég er btw búin með, vonbrigði).

Kannski kominn tími á að taka út auglýsinguna um CL hérna efst á síðunni - spurning hvað kemur í staðinn...??

mánudagur, júlí 11, 2005

Ég held að ég ætli bara að birta nokkur komment frá fólki sem fór á fyrri tónleika Against Me! á föstudaginn:

----------
fokk hvað þetta var ótrúlega æðislegt kvöld!!!
----------
þetta var frrrrrábært!
einn af betri tónleikum sem ég hef farið á leeeengi
----------
Djöfullinn.....
Er eiginlega alveg orðlaus yfir þessu.
Bestu tónleikar...í langan tíma..
Verst að ég kemst ekki inn á morgun
----------
það var svo mikil ást og von í hjartanu mínu í kvöld að mér fannst bókstaflega eins og ég væri að springa
----------
þetta var geggjað show hjá þeim!!! geðveikt góður setlisti og það að syngja þarna með fullt af fólki sem manni þykir vænt um er ótrúleg tilfinning og hvað þá með bandi eins og Against Me sem að skipta mann svona miklu máli.. unity all the way elska alla sem voru þarna ogja ég veit ekki hvað ég á að segja þetta var svo ótrúlegt
----------
orð geta ekki líst því hvað mér þóttu þessir tónleikar góðir... foooookkk
----------
TAKK til allra sem mættu og gerðu þetta að frábæru kvöldi!!
svo er það bara fake ID og mæta í kvöld!
----------
Ég fór að sjálfsögðu bæði kvöldin. Á opnu tónleikunum á föstudag (ekkert aldurstakmark) fór ég ein, en það var samt ólýsanleg tilfinning að sjá þá standa þarna í litlu herbergi úti á Granda og spila, manni nánast vöknar um augum.

Ég þurfti reyndar ekki fölsuð skilríki til að komast inn á Grand Rokk á laugardag. Við Herdís mættum þangað hressar og hlustuðum á upphitunarböndin. Innvortis var að slá í gegn en við fíluðum nú hip-hopparana í Dáðadrengjum heldur minna, enda skrýtið að hafa þá á pönktónleikum. Það sem bætti það upp margfalt var að við stóðum við hliðina á Against Me! á meðan hinar hljómsveitirnar spiluðu og ég var eins og versta gelgja með fiðring í maganum og langaði ótrúlega að fara að spjalla en þorði því ekki... Eins og þeir eru almennilegir drengir!

En jiminn hvað þeir voru góðir seinna kvöldið. Var ánægðari með lagavalið og stemmningin var ólýsanleg. Get bara ekki lýst þessu betur heldur en krakkarnir hér að ofan, maður var bara að springa úr ást og hamingju!

Það á fátt efir að toppa þetta hér á landi, nú þarf bara að drífa Coheed and Cambria, Thursday, My Chemical Romance, Alkaline Trio, og Authority Zero til landsins og þá mun ég deyja fullkomlega hamingjusöm.

mánudagur, júlí 04, 2005


Jájá ég er komin til Íslands og allt það eins og þið vitið, engar fréttir af mér enda ekkert sambærilegt við þær fréttir að Against Me! er að koma til að spila um helgina! Þetta er ein uppáhaldshljómsveitin mín, ég trúi þessu varla, bjóst ALDREI við þessu og er í algjöri uppnámi bara!

Annars má búast við mikilli bloggþurð frá mér í sumar. Það er bara að skrýtið að blogga fyrir fólk, um fólk, sem maður umgengst daglega.

Segji samt hvernig var á tónleikunum auðvitað, allir velkomnir með!

"You watched in awe at the red, White, and blue on the fourth of july. While those fireworks were exploding, I was burning that fucker and stringing my black flag high.
Cause Baby, I´m an Anarchist, you´re a spineless liberal ..."

Það skríkir í mér vegna spennings núna, vúúha