Veröld Fjördísar

mánudagur, febrúar 21, 2005

Stundum dettur maður niður á algjöra gullmola. Á föstudaginn fékk ég lánaði heimildarmynd frá Tuuli sem heitir "The Gleaners and I" (frönsk mynd) og hún er svo æðisleg að ég á bara ekki orð! Hún fjallar um þessa gömlu iðkun, to glean, sem felst í því að fara yfir akra og fleti eftir að uppskeran hefur verið tekin upp, og taka semsagt það sem eftir er og ekki náðist. Oftast voru þetta fátæklingar sem hirtu afganginn og var þessi iðja vernduð með lögum. Og nú til dags gerir fólk þetta ennþá - vinnuvélar ná ekki öllu af runnum, úr jörðinni, henda aflöguðu kartöflunum og svo framvegis þannig að fólk tekur afganginn. Sumir gera þetta af hugsjón, aðrir vegna fátæktar.
Svo var einnig fjallað um nútíma "gleaners" þeir sem hirða úr sorptunnum og mörkuðum. Það var einning fólk þar sem gerði þetta af hugsjón, fannst eyðsla mannsins svo yfirgengileg og mörgu nytsamlegu og heilu hent að það lifði bókstaflaga af rusli!
Þetta var semsagt alveg frábær mynd fannst mér og vel gerð, mæli með henni!

Ég var að fá aðra afmælisgjöf að heiman. Í viðbót með ungversku kettina mína sem sitja núna fallega uppi í hillu, fékk ég 3 DVD myndir og svo Punk Planet tímaritið! Myndirnar eru allar frábærar, algjör klassík: The Princess Bride, The Boondock Saints, og The Nightmare Before Christmas.

Á morgun er fyrirlestur hjá okkur með varnamálaráðherra Kólumbíu, alltaf gaman að fá svona gestafyrirlesara. Svo seinna um daginn er annar opinn fyrirlestur með Dr. Paul eitthvað, en hann var valinn uppáhalds kennarinn í Harvard í fyrra og hann mun fjalla um hvort það ætti að "Sænsk-væða" heiminn...