Veröld Fjördísar

þriðjudagur, júní 26, 2007

Ég veit Hjalti, ég er sérlega lélegur bloggari þessa dagana. Er stundum búin að semja bloggfærslur í huganum, til dæmis eftir Jeff Buckley tónleikana um daginn var ég alveg komin með hvað ég ætlaði að segja (var yfir mig hrifin af Helga Vali í Halleluja, Andrea var skelfilegur kynnir, fannst Sverrir Bergmann ekki eins góður og hinum, stöðluð uppklöpp á tónleikum eru óendalega hallærisleg) en svo kem mér bara aldrei að því. Er engan veginn eins dugleg og tja, Gísli og svo er Herdís öflug þegar hún kemst í tölvu.

Ætla að skrifa nokkra punkta bara:
* Hjalti er að koma fótboltaheiminum í uppnám þessa dagana, hressandi hvað íþróttblaðamenn geta fengið mikið skítkast á sig!
* Útilegan um sl. helgi var indæl, myndir koma upp von bráðar
* Guitar Hero er frábær leikur, mæli með honum!
* Kveikti á MTV núna rétt áðan og hvað tekur á móti mér? Jú, eitt Against Me! eins og ekkert sé sjálfsagðara. Nú hafa allar þær hljómsveitir sem ég elska verið spilaðar í útvarpi eða sjónvarpi (nema kannski Thursday og Alkaline Trio) en þessu bjóst ég aldrei við....
* Hróarskelda eftir viku!
* Þórdís er að safna vinum á myspace, addið telpunni endilega
* Er að fíla vel þetta veður, meira af þessu takk
* Það er mjöööög fyndið að hlusta á Hjalta skrifa á fullu á lyklaborðið sitt, hann er á fullu og notar samt bara tvo putta - hef aldrei séð annað eins
* Dick Cheney er að tapa glórunni (og atkvæðum) gjörsamlega
* Er þessi Torres ekkert á leiðinni eða hvað?
* Herskip og Nico Rosberg - skemmtilegt hvað maður nær að troða sér í þegar maður á vinkonu í þýska sendiráðinu :)
* Elska teikningarnar í Black Orchid sögunni sem ég er að lesa
* Mikið eru nú gladíólur falleg blóm annars

Þetta er blogg í nokkrum punktum. Gæti skrifað heilu færslunar um hvert og eitt en hreinlega nenni því bara ekki. Og hananú! MSN for details baby!

laugardagur, júní 16, 2007

Hér er gullljómi,
um gullljóma
frá gullljóma
til gullljóma.

Dóri, þú ert hinn eini sanni GULLLJÓMI!

laugardagur, júní 09, 2007

Í gær horfði ég á nýja MCR myndbandið "Teenagers" þar sem þemað var klappstýrur og gasgrímur, og núna áðan þá póstuðu Against Me! nýja vídjóinu sínu "White People for Peace" með jú, klappstýrum og gasgrímum. Veit ekki alveg hvað mér finnst um þetta, hélt að Sigur Rós hefði bara klárað dæmið með "Vöku"...

Annars var ég að frétta að Hróarskelda sé málið, hef heyrt að það sé uppselt og þetta verði besta hátíð síðustu 27 ára. Heppin ég að eiga miða :D SUCKERS!!!

mánudagur, júní 04, 2007

Þar sem ég hef ekkert til að blogga um eins og vanalega ætla ég bara að halda mig við það að birta hérna myndir. Eins og í síðasta mánuði birti ég hérna leitarorðin sem fólk hefur gúgglað og dottið hingað inn á síðu. Stórskemmtilegt alveg. Smellið á myndirnar til að sjá þær stærri.