Veröld Fjördísar

föstudagur, febrúar 18, 2005

Góðan og blessaðan daginn!

Til hamingju með daginn Hjördís! Já takk fyrir :)

Afmælisbarn dagsins:
Þú gætir hæglega séð þér farborða með málaferlum, rökræðum og kappræðum. Þú býrð líka yfir heilunarhæfileikum. Þér hættir til að fara eigin leiðir og skeyta ekki um ráðleggingar annarra. Þú ert brautryðjandi að eðlisfari. Talan átján á bæði við snilligáfu og brjálæði. Þitt er valið.

Ég túlka þetta þannig að mér eigi eftir að ganga frábærlega í Negotiation kúrsinum mín, og vel að sjálfsögðu snilligáfuna!

Maturinn í gær var mjög vel lukkaður. Góður matur, næstum full mæting, dansað til lokunar og svo á annan bar að dansa meira. Strætó löngu farinn svo ég gisti hjá Janna sem átti aukarúm. Ég fékk sérmeðferð, því hinar stelpurnar gistu fimm í samanlögðum rúmum Irene. Gott af vera afmælisbarn plús allir að gefa manni í glas!

Fórum svo allar saman í hádegismat á kaffihúsi í dag - rölt um bæinn í kjölfarið (enn í djammgallanum) og er nú komin heim og á eftir að skipuleggja kvöldið. Kannski ætlum við Tuuli gera eitthvað, enn á huldu samt.

Takk fyrir hamingjuóskir - myndir frá gærkveldinu koma víst bráðlega á netið var mér lofað og myndasmiðum bekkjarins :)