Veröld Fjördísar

fimmtudagur, janúar 29, 2004

Það er verið að uppfæra bókhaldsforritið í vinnunni svo ég get ekki unnið akkúrat í augnablikinu - svei mér leiðinlegt!

Annars já, hef ofsa lítð verið að tjá mig hér, enda er líf mitt ekkert æsispennandi neitt þessa dagana. Líkar bara ágætlega í vinnunni þrátt fyrir að vera enn svolítið týnd í þessu öllu saman. Og hef ákveðið að ég þurfi einhvern tímann á bókhaldsþjónustu að halda, ætla ég að senda öll mín gögn vel skiplögð, passa að enga reikninga vanti og svo framvegis. Bara svo grey fólkið á bókhaldsstofunni þurfi ekki að eyða dýrmætum tíma sínum í leit og afstemmingar o.s.frv.

Jæja uppfærslan búin og ég því líka í bili.

föstudagur, janúar 23, 2004

Abbababb... ekkert vera að trufla mig - ég er nefnilega vinnandi manneskja!
Í morgun hringdi Erla í mig og bauð mér að koma upp á Fagverk, bókhaldsstofunni sem mamma hennar á, og athuga hvernig Aldísi (mömmu Erlu) litist á mig. Svo ég snaraðist þangað og byrjaði bara strax nokkrum tímum seinna! Er búin að vera að stemma af reikninga og bóka, eitthvað sem ég hef ALDREI gert áður og ekki tekið svo mikið sem einn bókhaldstíma í framhaldsskóla! En þetta hlýtur að koma svona með tímanum, verst að þá er ég örugglega að fara út! Pantaði mér far til Boston þann 23. febrúar svo þetta er akkúrat einn mánuður sem ég á eftir hér á landi.
En mér líst ágætlega á vinnuna og hef þá eitthvað fyrir stafni á daginn!
Svo bauð Erla mér heim áðan í taco pizzu og handbolta, ferlega fínn matur og ég er enn að springa. Hins vegar skemmdi náttúrulega síðustu 15 mín. af leiknum fyrir stemningunnni, en við gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar, gerum okkar besta og gengur bara betur næst!

Getið hvað - haldiði að hann Valur hafi ekki bara farið á Converge tónleikana (sjá neðar) og ekki einu sinni dottið í hug að athuga hvort ég hefði áhuga! Hann er greinilega alveg hættur að kíkja á bloggið mitt og ég skal muna þetta... Svo þurfti hann að núa mér því um nasir hversu GEÐVEIKIR tónleikarnir hefðu verið, og efast ég ekki um það eitt andartak. En hí á hann því ég er að fara á tónleika með AFI, Thursday, og Coheed & Cambria í febrúar og honum er EKKI boðið! Enda eru þeir í Atlanta og lööööngu uppseldir! Ég get ekki beðið ég er svo spennt!!!! Take that Val!

Við Kvennódívurnar hittumst heima hjá Þórdísi sl. miðvikudagskvöld yfir spjalli og veitingum. Skoðuðum myndir frá menntaskólaárunum og rifjuðum upp gamla tíma. Vá hvað maður hljómar gamall...

Jæja, best að fara í háttinn enda nóg að gera í vinnunni!

mánudagur, janúar 19, 2004

*hóst hóst* Ef það er eitthvað sem ég þoli verr en fólk sem hóstar í bíó, þá er það ég sjálf hóstandi þar... Fór á The Last Samurai með Geira í kvöld og þar var ég alltaf hóstandi. Í fyrsta lagi er maður mjög meðvitaður um það og veit að fólk er pirrað á manni, svo maður leggur alla sína í að halda hóstanum í skefjum og svo fela hann eins vel og maður getur. Þar af leiðandi fer mikil orka og athygli í það. Ferlega óþægilegt! Og í hálfleik ætlaði ég að kaupa mér hálsbrjóstsykur, en hann ekki til. Fyndist þetta einmitt fullkominn staður til að selja hálstöflur!

Hef annars mest lítið verið að gera undanfarið og ekkert sniðugt til að blogga um. Mín bíða umsóknir og bréf, fyrst náttúrulega til Uppsala University, og svo einhver ráðstefna í Prague sem mig langar á. Finnst mjög leiðinlegt að skrifa um sjálfa mig, og ennþá verra að biðja aðra að skrifa um mig (meðmælabréf það er). En þetta er víst nausynlegt og ekkert við því að segja...

Var að klára fyrstu jólabókina, Da Vince Lykillinn. Þrusugóð alveg, mæli með henni. Sú næsta í röðinni er Heimskir, hvítir karlar eftir Michael Moore (Bowling for Columbine).

Já okey bless.

sunnudagur, janúar 11, 2004

Ég held ég hafi barasta aldrei verið i heitum potti í 6 klukkutíma áður. En það var einmitt það sem við Geiri gerðum í sumarbústað nú um helgina. Ég, Pétur, Þorgeir, Bába og Lena keyrðum í Ölfusborgir sl. föstudag, með viðkomu á Pizza 67 á Selfossi þar sem ein okkar neitaði að fara með nema við myndum stoppa þar til að horfa á Idolið. Sem við og gerðum yfir pizzu og bjór. Fínn bústaður, potturinn soldið heitur, svo kaldur, svo heitur aftur. Og við ekki uppúr fyrr en líða fór á morguninn undir jólasnjókomu, djúpum samræðum, kafaraleik og kyrru veðri.
Á laugardaginn komu svo Gaui og Dröfn (og Viggi og Lena Sól seinna) og eldamennskan hófst fljótlega eftir það enda stórkostleg máltíð framundan. Grillið hitað og Gaua hent út til að fylgjast með. Þorgeir hreinsaði humarinn sem var notaður í forréttinn; rjómalagaða humarsúpu. Síðan voru afskaplega góðar nautalundir grillaðar og allt tilheyrandi með. Rjóma/súkkulaði/makkarónu/ávaxta "Drullumall" í eftirrétt fyrir þá sem fundu pláss fyrir hann. Við G keyrðum aftur í bæinn en hinir urðu eftir, hafa án efa skemmt sér vel enda 2 gítarleikarar á staðnum og potturinn rjúkandi heitur. Já og Liverpool vann, aftur! Og Owen ætlar að skrifa undir annan samning hjá þeim, ef marka má Hjalta bróðir!

Langar einhvern til að koma með mér á tónleika með bandarísku hardcore sveitinni Converge núna á miðvikudaginn? Eða á The Rasmus tónleika 6. febrúar? Lofa mikilli innlifur - hérna má sjá Converge í ham...

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Herdís og Raggi - við hingað!

þriðjudagur, janúar 06, 2004

Já og gleðilegt nýtt ár líka svona í leiðinni...
Herdís var farin að þrýsta svo á mig að ég er tilneydd til að koma hér einhverju á blað. Eða tölvu réttara sagt. Já og ekki bara hvaða tölvu sem er - MÍNA ferðatölvu! Foreldrar mínir voru það yndislegir að gefa mér þessa tölvu í útskriftargjöf! Ekkert leiðinlegt skal ég segja ykkur!

Annars hefur ekkert mikið verið í gangi undanfarið, jól og áramót eins og venjulega. Búin að hitta held ég flesta sem ég ætlaði mér, meira að segja Ragga bloggara og alles! Svei mér gaman :)

Arnar Logi var skírður 26. desember og ég fékk hann í pössun stuttu seinna, gaman að því!

Fékk nokkrar spennandi bækur í jólagjöf en hef ekki komist í þær enn - er að lesa Hogfather eftir Terry Pratchett, einstaklega jólaleg :) Hinar verða bara að bíða, maður leggur ekkert svona snilld frá sér!

Annars er það að gerast hjá mér að núna er ég að bíða eftir OPT atvinnuleyfinu mínu, sem gefur mér árs atvinnuleyfi í Bandaríkjunum. Ég á að fá það þann 10. febrúar en maður veit aldrei... kannski tekur það lengri tíma - vona samt ekki. Ég ætla allavega að fara út um leið og ég fæ það í gegn og leita mér að atvinnu í Atlanta. Hins vegar er ekki víst hvort ég noti það svo allt saman, ég ætla nefnilega að sækja um Master´s nám við Uppsala Háskóla í Svíþjóð. En það vill svo skemmtilega til að ég er einmitt fædd þar, þar sem pabbi var við Doktorsnám í sama háskóla á sínum yngri árum. Þar með gæti hafist nýr kafli í mínu lífi "Hjördís snýr heim" og orðið spennandi...

Er auðvitað búin að fara að sjá LOTR:ROTK og finnst hún ... já eiginlega ekki hægt að koma að því orðum! Mergjuð alveg, og Orlando er held ég bara flottari i henni en hinum tveimur... ótrúlegt en satt ;)

Jæja Herdís, ég er búin að blogga í bili - skal vera duglegra við að uppfæra núna, maður getur ekki annað látið spyrjast út sig núna með fartölvu, þráðlaust net og allt...