Veröld Fjördísar

fimmtudagur, desember 28, 2006

Sniðugt hvað manni getur liðið svona mismunandi yfir daginn, eins og maður sé á hinum ýmsu aldurstigum. Tökum dæmi:

Í morgun var ég glaðbeitt í strætó, sýndi splúnkunýja rauða kortið mitt og var um það að fá mér sæti aftast þegar ég heyri kallað: "Heyrðu, viltu koma hérna aðeins að tala við mig!" Ég hrekk við og mjaka mér fram á við, ansi svona lúpuleg og leið eins og unglingi að svindla sér í strætó. Þá hafði hann bara litið vitlaust á kortið og þetta var allt í lagi, en fannst samt eins og allir sætu flissandi að mér....

Síðan var komið að fullorðinsstund þegar einn drengur sem vinnur nálægt mér kom við hjá mér og spurði hvort við ættum að sameina krafta okkar og fara á lunch saman í bænum.

Síðan týndi ég græna lúffuvettlinginum mínum úti og var eins og lítið barn og leita að hinum fyrir utan vinnuna mína í rokinu. Og missti svo naumlega af strætó.

Svo var aftur komið að fullorðinsstund þegar ég í bið eftir næsta strætó ég fór inn í bókabúð og keypti mér eina bók til að lesa, aðallega í strætó og svona, þrátt fyrir að vera með tvær bækur sem ég er að lesa á náttborðinu heima.

Og nú er bara að sjá hvað gerist í kvöld.... barna- unglinga- eða fullorðinsstemmning? Sjáum til, sjáum til...

þriðjudagur, desember 26, 2006


Kæru lesendur til sjávar og sveita, gleðileg jól

þriðjudagur, desember 19, 2006

Það er allt að gerast á þessu bloggi, ussusss!

Breytingar í vændum, ojá.

Meira seinna....

Annars er allt við það sama hérna megin, jólin víst að koma þó svo veðrið haldi öðrum fram, ég hafi ekki keypt neinar jólagjafir og fá bara hálfan frídag í vinnunni yfir öll jólin og áramót. Stuð.
Taryn var að hringja og hún er mætt til landsins - mæli með að hitta hana, hún er eðal. Ætlum kannski á japanskt kvöld á Barnum í kvöld, ætti að vera áhugavert :)

Brósi er kominn í bæinn, svo þetta er allt gott...

sunnudagur, desember 03, 2006

Jæja ég setti allavega inn myndir frá ferðinni....

Sumar þarnast meira útskýringa en aðrar, og ef einhver hefur ótæmandi áhuga á brölti okkar Birkis um Bandaríkin skuluð þið bara senda mér skilaboð og ég segi ykkur hana í eigin persónu...

laugardagur, desember 02, 2006

Eins og Wigan í dag, neyðist ég til að játa mig sigraða.
Kommentakerfið mitt fína kemur ekkert aftur, farið á hausinn. Prófa þetta Haloscan í staðinn og sé svo til.

Nú er ég náttúrulega löngu búin að gleyma öllu, ferðasögu sem og öðru, og því ekkert til að skrifa um. Reyni samt kannski að klína einhverju inn seinna - myndum og fínerí.

Neyðist til að minnast á það hversu fallegt það er úti núna - ef þetta er ekki jólalegt þá er það ekki til. Maður verður eiginlega að gera eitthvað? Gönguskíði? Verð að játa að ég sakna þess að fara að gönguskíði... Fór um sl. helgi í bústað og þar var ein stelpa frá norður Svíþjóð sem er þaulvön og langar að fara meira hérna á landi - hver vill koma á gönguskíðklúbb!?! Fátt meira töff finnst mér.... Ég skal koma með heitt kakó og samlokur með osti og gúrku, jafnvel splæsa í nokkrar súkkulaðirúsínur ef vel liggur á.

Það er meira búið að vera í gangi á fyrstu átta mínútúnum í Manchester leiknum heldur en öllum seinni hálfleik milli Wigan og Liverpool. Sorglegt.