Veröld Fjördísar

mánudagur, ágúst 20, 2007

Sit hér heima með grátstafinn í kverkunum eftir að hafa setið í gegnum heimildarmyndina The Bridge, sem fjallar um fólk sem fleygir sér niður af Golden Gate brúnni og hverfur í öldurótið. Átakanlegt að horfa upp á þetta.

Áður en ég sá þá mynd horfði ég á For Your Consideration sem var frábær alveg, elska húmorinn í henni. Síðan ætlaði ég að fara á þriðju myndina en hefði ekki náð strætó heim svo ég varð að sleppa henni. Bömmer.

Já, kvikmyndahátíð í gangi gott fólk. Hitti ykkur í sal 3 í Regnboganum!

Vil svo minna á stórleik Íslands og Kanada í knattspyrnu á miðvikudaginn sem enginn má missa af. Gæti jafnvel laumað ykkur með inn í VIP fyrir leik ef þið segið ekki Henry.... :P