Veröld Fjördísar

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Hjördís, af hverju ertu aldrei lengur á msn/að blogga/myspace/scrappa/...?

væl væl væl

ég er bara búin að vera ótrúlega busy! Svona alveg í alvöru busy þar sem ég vinn fram eftir kvöldi, kem heim, les blöðin, og svo beint í háttinn (ekki einu sinni á netið smá, engin tónlist til að ná í eða neitt). En núna fer þetta róast aðeins, ekki oft sem tveir forsætisráðherrar og fylgdarlið koma á einni viku með öllu tilheyrandi. Fór til dæmis úr vinnunni kl. 16:30 í dag! Ótrúlegt alveg...

Herdís náði að panta tíma hjá mér og við lögðumst yfir dagskrá IFF kvikmyndahátíðar. Náðum að púsla saman 10 mynda dagskrá á næstu tveimur vikum, afar spennandi allt saman! Svo lengi sem ég verð ekki að vinna svona fram eftir öllu. Svo hefst önnur kvikmyndahátíð í enda mánaðarins, þetta verður algjör geðveiki! Sé fram á að þurfa að poppa heima og taka með í poka til að fara ekki á hausinn...


Edit:
Ansk.. ég var að fara að sofa "snemma" og þá kom PG á msn, og maður fer bara ekkert frá samtölum við sína tilvonandi! Úff önnur svefnlítil nótt....

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ég var að ná í nýja Prison Break þáttinn og get bara ómögulega gert það upp við mig hvort ég eigi að horfa á hann núna eða spara þangað til á morgun. Ég ætlaði að fara að snemma að sofa einu sinni - kom heim snemma í kvöld bara, rúmlega tíu! Reyndar ekki að vinna i kvöld heldur fór ég fyrst til móðursystur minnar í fisk og fótbolta, og svo á leikrit með Þórdísi og Tomma þar sem Erna systir hans fór á kostum. Ég er enn að reyna að ákveða þetta með Prison Break.... erfitt líf!

Sótti nýja sendiherrann minn út á flugvöll sl. föstudag og lýst rosalega vel á hana og fjölskylduna - eðal kona alveg. Og ég er að komast að því að vinna í sendiráðum snýst um pappír, að fæla hann á rétta staði og taka nú nógu mörg ljósrit og koma í réttar möppur. Ekkert annað. Samt alveg gaman sko! Vonandi fer ég bara að vinna aðeins minna og ná að slaka á og taka minn hálftíma mat og svona sem hefur ekki verið undanfarið. Um þetta snýst líf mitt núna, vinnuna. Ekkert gaman að tala við mig lengur held ég. Skrapp reyndar til Akureyrar sl. helgi til að skila Hjalta bró af mér. Og svona til að lífga upp á tilverunna fyrst ég hef ekkert að segja:

Cyanide and Happiness, a daily webcomic
Cyanide & Happiness @ Explosm.net

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Í kvöld var ég að vinna til hálf ellefu. Það þýðir að ég missti af þessum landsleik sem fór víst fram í Laugardalnum í kvöld. Í strætó á leiðinni heim var ég næstum búin að kasta mér út á stoppistöðinni fyrir framan Nordica og ljúga mig einhvern veginn upp á herbergi til Garcia. Eða bara einhvers í fokking spænska landsliðinu sem er á landinu en ég fékk ekki að sjá spila. Svo mundi ég að ég er 27 ára og þarf að fara að vinna í fyrramálið svo ég hætti við. 14 tíma vinnudagar eru ekki fyrir mig - ég er komin með gæsahúð af þreytu og stressi. Farin að sofa, alveg til kl. 7. Það er ekkert gaman að vera fullorðinn, ég vil hætta við.

laugardagur, ágúst 12, 2006

Ástin

Loksins erum við sameinuð á ný. Þessi tæplega tveggja vikna viðskilnaður við þig var mér nánast óbærilegur. En í gærkveldi náðum við aftur saman og nú finn ég hversu sárlega ég saknaði þín. Sem betur fer á ég góða að sem hjálpuðu mér að taka saman við þig aftur. Í millitíðinni þegar ég var eitthvað að daðra við I.E. þá fylltist ég bara örvæntingu, vonleysi og á endanum reiði yfir því hversu langt aðrir eiga í land í að standast samanburð við þig. Þetta var ekki auðvelt, en ég er fegin því að hafa misst þig í smá stund, því núna kann ég getur að meta þig og það sem þú gerir fyrir þig. Elsku Firefox, aldrei gera mér þetta aftur. Ég saknaði þín...

Þinn netverji,
Hjördís

miðvikudagur, ágúst 02, 2006

Er ekki verið að grínast með þetta hvað er mikið að gera í vinnunni þessa dagana OG að maður geti eiginlega ekki farið á netið þar?!?

Náði samt að taka mér 2 daga í frí í sl. og vera með Taryn minni hérna þegar hún kom í heimsókn. Herdís bloggaði um Ælu tónleikana og fleira því tengdu. Síðan var ættarmót. Síðan var helgin búin.

Eins gott að maður ætli nú bara að taka því rólega yfir helgina næstu, smá pása. Annars voru Þingvellir ótrúlega fallegir í sumarveðrinu nú í kvöld. Missti samt af heimildarmynd um Múmínálfana sem ég hafði beðið eftir til að skreppa þangað. Það gleymdi nefnilega einhver að ýta á "rec" á vídeóinu fyrir mig, eftir að hafa narrað mig í Þingvallaferð gegn loforði um að taka upp myndina fyrir mig. Það loforð var svikið. Júdas! Ekki í fyrsta sinn sem svik af þessu tagi eiga sér stað, manstu eftir brúðkaupið hennar Rögnu ha?

Ég er farin að sofa. Rugl er í manni.