Veröld Fjördísar

mánudagur, febrúar 07, 2005

Hjördís og kisi blóta þorrann

Hvað er nú gert á þorrablótum? Jú, gamall og úldinn matur étinn með bestu lyst. Af því tilefni ákvað ég að bíta í skjaldarrendurnar, láta ekki mitt eftir liggja, og borða myglað ket.
Tja þetta byrjaði nú ekki af neinni hugsjón - var að týna til í kvöldmatinn og fann tvær gamlar hveitikökur, rifinn ost sem var bara pínu oggu myglaður (og ég henti þeim hluta að sjálfsögðu) sem ég setti á milli, auk mexikósks krydds. Svo mundi ég - ahhhh hakk! Þá átti ég steikt hakk sem var notað um daginn (ætla ekki að segja nánar hvenær "daginn" var) svo ég skellti eins miklu og ég gat á milli. Ég þefaði auðvitað og sniffaði vel af hakkinu en fann bara kryddlykt, að auki fúlsaði Tiger (kisi af efri hæð) ekki við góðgætinu. Smá stund í örbylgjuofni og voila, kvöldmaturinn rjúkandi á borðið í anda þorrans. Held það nú hvað maður er þjóðlegur...

Mikið langar mig nú annars í rjómabollur á morgun. Hér í Svíþjóð hafa undanfarnar vikur verið seldar svokallaður "semlor" sem eru þeirra afbrigði af þessu lostæti, þó sultuna vanti. Og núna veit ég hvers vegna fjölskyldan mín hefur alltaf smá marsipan á milli bollana...