Veröld Fjördísar

laugardagur, maí 24, 2003

Get svo svarið það, ég er aaaaalveg að verða brún á framhandleggjunum! Sól í allan dag, en mikill vindur þannig að það var nú ekkert voða hlýtt!
Ég held að allir þeir sem hafa flautað á okkur undanfarið hafi lesið bloggið mitt og litið í eigin barm, því strákarnir eru farnir að breyta um taktík. Núna eru vo'a margir með rúðuna niðri og annað hvort flauta á okkur (blístra) eða kalla eitthvað.. skemmtilegt til manns. Ekkert nema gott um það að segja!

Ég verð að birta hér slóðina á Eurovision bloggið hjá þeim Loga og Gísla Marteini - þeir eru létt geggjaðir! Hehehee....
Talandi um Eurovision, ég er komin með partý! Endaði á því að leita til Andra, og hann bauð mér annað kvöld á Nesveginn þó svo ég hafi ekki fengið neitt boð frá Þórdísi eða Tomma! Hann sagði að við kanarnir þyrftum að standa saman, svo mikið rétt hjá honum! Stefnan verður síðan tekin á Sálina á Gauknum, og býst ég við miklu fjöri þar!

Ég átti að fá svar frá Governor´s Intern Program í dag, en ekkert... Býst við að bréf hafi verið send út, sem þýðir að það hefur verið sent á PO Boxið mitt í Carrollton og ég bíð þá bara endalaust eftir að fá það! Ef svarið verður jákvætt, er ég ekkert viss um að ég hafi nokkurn tíma til að fara út áður en stafið/námsþjálfunin hefst. Þarf líka að sækja um allskonar leyfi og dót..

miðvikudagur, maí 21, 2003

Ef ég pýri augun, þá get ég næstum því séð brúnkufar eftir hanskana mína! Var í stuttermabol í allan dag og naut sólarinnar. Vorum aftur að laga eyjar, eyddum næstum öllum deginum á gatnamótunum fyrir ofan Smáralind, og svei þeim bílstjórum sem flauta á mann þegar þeir keyra fram hjá! Ég hrekk alltaf svo við þegar það er gert, hjartað missir úr slag og maður þarf alveg að jafna sig! Þetta má stákurinn í hvíta bílunum með K-númerinu sérstaklega taka til sín, hann þarf eiginlega að koma og biðjast afsökunar... og vera aftur svona ber að ofan.... við Ragga vorum alveg að fíla það ;)

Ég held ég sé þolinmóðasta stelpa í heimi - hika ekkert við að ná í hvert lagið á fætur öðru á Kazaa með svona.... 1 Kb/s hraða... dáist að sjálfri mér! Er líka komin með ferlega góðan lagalista núna - meðal annars nokkur frá "Jump, Little Children" sem mér finnst rosa fín. Ef einthver getur bent mér á fleiri góð lög eða hljómsveitir, endilega láta mig vita! Og það má ekki vera neitt að playlista FM 95,7 takk fyrir - ég kann hann utan að! Ragga fékk að ráða í dag, og við hlustuðum á þetta dót í allan dag - hjálpi mér! Ég reyndar söng með nokkrum lögum, en ætla ekkert að játa það frekar hér.... (don´t be so quick to, walk away....) Já og kannski nokkrum fleira, en samt, þegar við vorum að heyra lögin í 4 skipti þá fannst mér nóg komið. Vá hvað ég hef ekkert að segja! Óver end át bara!

þriðjudagur, maí 20, 2003

Gerði ekki mikið um helgina, fór á Matrix á laugardaginn (ef þið viljið umfjöllun um myndina vil ég benda á greinina hans Ragga um hana - hann hefur mikið rétt fyrir sér þar drengurinn!).

Í dag vorum við að laga umferðareyjur á ljósunum við Vífilstaði - og ekki hefði ég ímyndað mér að fólk að moka mold í appelsínugulu göllum og með hárið fjúkandi upp í sig væri skemmtileg sjón, en þegar fólk stoppaði til að bíða á ljósunum þá starði það svo á okkur, að oft gleymdi það að fara af stað! Ji minn, við eigum eftir að valda umferðaróhöppum þegar sumarið kemur og við mættar í hlýrabolina (undir neon gulu vestinu reyndar)... Samt var ansi mikill rúntur á okkur, við þurftum alltaf að keyra upp í Grafarvog (Gufunes) til að ná í mold, svo keyra og tæma, aftur að ná í mold...

Held að Gaui eigi afmæli í dag - til lukku með það kallinn!

Áríðandi skilaboð: Valur - ef þú lest þetta áður en þú ferð til Íslands, viltu gjöra svo vel og hringja í Louise, hún er að tapa sér stelpan! Hérna er brot af því sem hún skrifaði mér í MSN spjalli okkar áðan

Huichisima............Val: Ég elska Þig! says:
i did a bad thing ad i really wanna talk to val, but not on the phone, and im not gonna see him before i go, what do i doooooooooooooooooooo??????????
Huichisima............Val: Ég elska Þig! says:
but dammit.......i dont wanna talk to him on the phone, or the internet
Huichisima............Val: Ég elska Þig! says:
face-2-face man
Hjördís: Jump, Little Children says:
you could always meet him at the airport.. pull a little 'Meg Ryan' scene and show up there!
Huichisima............Val: Ég elska Þig! says:
well im sure he'll go to hartsfield...
but how the hell would I get there
what with all the security

Þannig að þú sérð að þetta er alvarlegt drengur! Stúlka að hugsa um að elta þig út á flugvöll... hehehhe

Allavega....

The Dante's Inferno Test has banished you to the Second Level of Hell!
Here is how you matched up against all the levels:
LevelScore
Purgatory (Repenting Believers)Very Low
Level 1 - Limbo (Virtuous Non-Believers)Very Low
Level 2 (Lustful)Extreme
Level 3 (Gluttonous)Low
Level 4 (Prodigal and Avaricious)Low
Level 5 (Wrathful and Gloomy)High
Level 6 - The City of Dis (Heretics)Very High
Level 7 (Violent)High
Level 8- the Malebolge (Fraudulent, Malicious, Panderers)Very High
Level 9 - Cocytus (Treacherous)Moderate

Take the Dante Inferno Hell Test

laugardagur, maí 17, 2003

Fyrsti dagurinn í vinnunni minni í morgun var barasta ágætur! Mætti niður á lóð, heilsaði upp á gamla liðið (Gumma, Arnar, Vigni, Kristínu Báru, Ómar, Vimma, Bigga, Skúla, Grim gamla, Hilmar....) Siggi og Ragga voru bæði mætt og tilbúin að takast á við Reykjanesið - Ómar verður verkstjórinn okkar allavega eitthvað fram á sumar, ferlega fínt! Við fórum upp á loft á velja okkur galla og svona, og ég stóð og horfði á snagana hjá Rögnu Laufey og Herdísi til skiptis (þið eruð báðar erlendis og getið ekkert sagt!!!) og mældi þá út í huganum. Var ekki alveg tilbúin til ad standa í hnésbótunum á gallanum hennar Herdísar, og smellti mér í galla Rögnu - þurfti pínu að af-uppábretta skálmarnar (þú ert hávaxin Ragna, ekki láta neinn segja þér annað!) og stal líka gula vestinu hennar, já og skónum.... sést að sumir voru að mála gatnamót í fyrrasumar! Splæsti samt í nýja hanska og var þá tilbúin! Vorum öll send í að slá á Hafnarfjarðarveginum að slá (umferðareyjurnar milli Reykjavíkur og Kópavogs og Garðabæjar) og ég hef aldrei vitað annað eins ryk og drullu! Var svo svört í framan, er enn að snýta svörtu og hreinsa út úr augum og eyrum... algjör viðbjóður! Siggi var á orfinu og ég og Ragga til skiptis að rúnta um á slátturvélinni, var farið að leiðast all mikið um tíma, ekkert fyrir mig að gera. Ég þoli ekki að vera aðgerðarlaus og horfa á aðra vinna, var farin að grípa hrífu og væflast eitthvað með hana, raka út í loftið og tína upp sígarettupakka... Vona að Skúli og Siggi verði bara í slættinum í sumar og við stelpurnar settar í málningu, rusl og þannig - ekkert að því! Gott að vera úti og brosa framan í mengunina :)

Strákarnir voru að panta sér far til Eyja í dag, og ég lét taka frá sæti fyrir mig... (mamma, ég er að fara til Eyja!) Sálin að spila og svona, maður getur ekki sleppt því!

Ekkert meira í bili!

fimmtudagur, maí 15, 2003

So, hvernig er að vera komin til landsins...?

Í fyrsta lagi, þá finnst mér ég ekki hafa neitt til að blogga um! Kannski vegna þess að ég er ekki búin að afreka neitt frá því ég kom heim. Nema að læra upp á nýtt á lyklaborðið - ekkert smá erfitt að nota alla þessa íslensku stafi hérna! Algjör óþarfi ef þið spyrjið mig!

Ég verð ekki í mælingunum í sumar, heldur bara í Reykjanesinu. Þannig að þið getið búist við því að sjá mig einhvers staðar meðfram vegum Reykjavíkur og nágrennis, að hreinsa upp ruslið eftir ykkur.... En það þýðir að ég verð í borginni hverja helgi, húrra fyrir því! Og eins gott fyrir suma (*hóstÍrishóst) að vera ekkert ad forðast mig eins og um jólin - ég heimta að fá að hitta alla!

þriðjudagur, maí 13, 2003

Jú jú, ég er á lífi... er semsagt komin heim til Íslands....
698-8033 ef þið viljið heyra í mér!

Hef frá ýmsu að segja, en mamma vill endilega ad ég skreppi út í búð núna.
Ég lofa ad skrifa bra´dlega.. lofa!

mánudagur, maí 05, 2003

Sidasta kvoldid sem eg er a duty - vei!

For a Spyro a fostudaginn, ekkert ofsalega gaman en gaman ad sja Elizabeth og hitta suma krakkana. Keyrdi TJ heim kl. 2 en for svo seinna yfir til Tyus ad hitta Ritchie and Brian. Svo a laugardaginn for eg a Scandinavian Festivalid med Onnu og svo aetla eg ad klara ad skrifa a morgun tvi eg er farin ad sofa.

föstudagur, maí 02, 2003

Hvad er tetta! Mer lidur ykt illa og held eg se ad verda veik :S Ekki gott tegar tad er mikid framundan!
Eg hringdi adan og fekk vidtalstima hja Southern Center (www.southerncenter.org, get ekki hotlinkad a tessari tovlu) naeskomandi midvikudag kl. 3. Er mjog spennt fyrir tessu - tessi stofnun er nakvaemlega tad sem eg hef ahuga a ad fast vid! Herna eru sma upplysingar teknar af heimasidunni, og lika skyldur minar fengi eg Internshipid.

The Southern Center for International Studies (SCIS), founded in 1962, is a non-profit educational institution based in Atlanta, Georgia. The primary mission of SCIS is to internationalize the thinking of the American public. In accomplishing this mission, SCIS seeks to inform. It does not take political positions or attempt to influence policy.
To achieve its mission, SCIS:

* conducts conferences, briefings, and seminars with international experts and world leaders.
* provides information packages on countries, regions of the world and current political and economic international issues.
* conducts corporate training on specific regions of the world from economic, political, environmental, and cross-cultural perspectives.
* provides a timeline of current international events and reputable links to other web sites for current international information.

Og svo fyrir mig:

College and Master's Level Student Internships

Qualifications:

An interest in and knowledge of international affairs; previous academic performance (GPA of 3.0 or above); writing and computer skills; and ability to perform detail-oriented work.
Responsibilities:

* Read, select, prepare, and file relevant articles from the Center's subscriptions and the Internet.
* Prepare and update information packages on specific countries, as well as international issues and organizations.
* Conduct background research and prepare background briefs for upcoming programs.
* Attend and participate in the Center's local programming; on occasion assisting in the production of these programs.
* Attend and participate in the Center's regular courses.

To svo ad skyldurnar seu ekkert ofsalega spennandi, ta finnst mer tetta umhverfi mjog adladandi, og einhvers stadur verdur madur ju ad byrja! Tannig ad eg aetla i vidtalid a midvikudaginn og se svo til hvad gerist.

I kvold er utskriftarveislu Elisabeth a Spyro - eg og Anne aetlum ad kikja.
A morgun er svo Norraena kynningin - verd ad vera tangad kl. 11 og tilbuin ad taka vid avisuninni minni!!!!!

fimmtudagur, maí 01, 2003

Eg a i sma tilvistarkreppu nuna. Fyrir nokkrum vikum sotti eg um ad komast ad i Governor's Intern Program og for i fyrsta vidtalid. I dag fekk eg bref tar sem mer var tilkynnt ad eg hefdi komist i gegnum tann afanga, og mer sent 2 vidtalstilbod fyrir tvaer mismunandi stofnanir; Fernbank Museum of Natural History, og Southern Center for International Studies. Nu tarf eg ad hringja og setja upp vidtalstima hja badum stofnunum, og sja svo hvort teir hafa ennta ahuga eftir tad. Ef teir bjoda mer svo Internship (starfsnam) ta mun eg verda latin vita tann 23. mai, sem er natturulega alveg 3 vikum eftir ad eg kem til Islands! Tannig ad eg er spa i tvi hvort eg eigi ad lata reyna a tetta eda ekki, tetta er frabaert taekifaeri og mer finnst serstaklega spennandi seinni stofnunin, en tad myndi tyda ad eg skutladist aftur hingad ut med engum fyrirvara og yrdi her allt sumarid! Tannig ad nuna er eg alveg i vandraeum... hjalp!

Ritchie finnst ad tad ad laera fyrir prof se svindl. Ef madur tekur afanga og medtekur ekki laerdominn a tann hatt ad madur geti komid honum aftur fra ser a skiljanlega hatt i enda annarinar, er tilgangur kursins fallinn um sjalfan sig og madur a ekki skilid ad standast hann. Ergo - i stadinn fyrir ad laera i gaerkveldi fyrir Media Resaerch profid mitt adan, ta for eg i gaer og hekk i Tyus med krokkunum. Og mer gekk svona lika ljomandi vel i profinu adan, soddan snillingur sem eg er.
Held eg aetli ad fara aftur heim ad sofa, klukkan er bara 9!

Veistu, eg held tad se ekki leyfilegt ad hafa svona vidbjodslegt vedur a Islandi tegar tad er ekki nema vika tar til eg kem til Islands. Er ekki satt vid tetta og langar ekki heim :( Er til af mikils aetlast ad bidja um ad tad haetti allavega ad snjoa, eg meina kommon! Tad er kominn mai!

Pascal for i inntokuprofid fyrir Landhelgisgaesluna a man-tridjudag og stodst allar skodanir og prof. Hann aetlar ad reyna ad komast ad i Officer Training og mun ta hefja tjalfun nuna i haust - varud allir smyglarar og ologlegir innflytjendur a gummibatum! Hann aetlar ad koma og hanga med mer i dag, vei!

Eg er buin ad bjodast til ad hjalpa til a Scandinavian Festivalinu nuna um helgina, baedi a laugardag og sunnudag vid Islenska bordid. Ekkert ad tvi, dæræræ...
Fleh - aetla heim ad leggja mig.