Veröld Fjördísar

miðvikudagur, maí 21, 2003

Ef ég pýri augun, þá get ég næstum því séð brúnkufar eftir hanskana mína! Var í stuttermabol í allan dag og naut sólarinnar. Vorum aftur að laga eyjar, eyddum næstum öllum deginum á gatnamótunum fyrir ofan Smáralind, og svei þeim bílstjórum sem flauta á mann þegar þeir keyra fram hjá! Ég hrekk alltaf svo við þegar það er gert, hjartað missir úr slag og maður þarf alveg að jafna sig! Þetta má stákurinn í hvíta bílunum með K-númerinu sérstaklega taka til sín, hann þarf eiginlega að koma og biðjast afsökunar... og vera aftur svona ber að ofan.... við Ragga vorum alveg að fíla það ;)

Ég held ég sé þolinmóðasta stelpa í heimi - hika ekkert við að ná í hvert lagið á fætur öðru á Kazaa með svona.... 1 Kb/s hraða... dáist að sjálfri mér! Er líka komin með ferlega góðan lagalista núna - meðal annars nokkur frá "Jump, Little Children" sem mér finnst rosa fín. Ef einthver getur bent mér á fleiri góð lög eða hljómsveitir, endilega láta mig vita! Og það má ekki vera neitt að playlista FM 95,7 takk fyrir - ég kann hann utan að! Ragga fékk að ráða í dag, og við hlustuðum á þetta dót í allan dag - hjálpi mér! Ég reyndar söng með nokkrum lögum, en ætla ekkert að játa það frekar hér.... (don´t be so quick to, walk away....) Já og kannski nokkrum fleira, en samt, þegar við vorum að heyra lögin í 4 skipti þá fannst mér nóg komið. Vá hvað ég hef ekkert að segja! Óver end át bara!