Veröld Fjördísar

laugardagur, maí 17, 2003

Fyrsti dagurinn í vinnunni minni í morgun var barasta ágætur! Mætti niður á lóð, heilsaði upp á gamla liðið (Gumma, Arnar, Vigni, Kristínu Báru, Ómar, Vimma, Bigga, Skúla, Grim gamla, Hilmar....) Siggi og Ragga voru bæði mætt og tilbúin að takast á við Reykjanesið - Ómar verður verkstjórinn okkar allavega eitthvað fram á sumar, ferlega fínt! Við fórum upp á loft á velja okkur galla og svona, og ég stóð og horfði á snagana hjá Rögnu Laufey og Herdísi til skiptis (þið eruð báðar erlendis og getið ekkert sagt!!!) og mældi þá út í huganum. Var ekki alveg tilbúin til ad standa í hnésbótunum á gallanum hennar Herdísar, og smellti mér í galla Rögnu - þurfti pínu að af-uppábretta skálmarnar (þú ert hávaxin Ragna, ekki láta neinn segja þér annað!) og stal líka gula vestinu hennar, já og skónum.... sést að sumir voru að mála gatnamót í fyrrasumar! Splæsti samt í nýja hanska og var þá tilbúin! Vorum öll send í að slá á Hafnarfjarðarveginum að slá (umferðareyjurnar milli Reykjavíkur og Kópavogs og Garðabæjar) og ég hef aldrei vitað annað eins ryk og drullu! Var svo svört í framan, er enn að snýta svörtu og hreinsa út úr augum og eyrum... algjör viðbjóður! Siggi var á orfinu og ég og Ragga til skiptis að rúnta um á slátturvélinni, var farið að leiðast all mikið um tíma, ekkert fyrir mig að gera. Ég þoli ekki að vera aðgerðarlaus og horfa á aðra vinna, var farin að grípa hrífu og væflast eitthvað með hana, raka út í loftið og tína upp sígarettupakka... Vona að Skúli og Siggi verði bara í slættinum í sumar og við stelpurnar settar í málningu, rusl og þannig - ekkert að því! Gott að vera úti og brosa framan í mengunina :)

Strákarnir voru að panta sér far til Eyja í dag, og ég lét taka frá sæti fyrir mig... (mamma, ég er að fara til Eyja!) Sálin að spila og svona, maður getur ekki sleppt því!

Ekkert meira í bili!