Veröld Fjördísar

laugardagur, maí 24, 2003

Get svo svarið það, ég er aaaaalveg að verða brún á framhandleggjunum! Sól í allan dag, en mikill vindur þannig að það var nú ekkert voða hlýtt!
Ég held að allir þeir sem hafa flautað á okkur undanfarið hafi lesið bloggið mitt og litið í eigin barm, því strákarnir eru farnir að breyta um taktík. Núna eru vo'a margir með rúðuna niðri og annað hvort flauta á okkur (blístra) eða kalla eitthvað.. skemmtilegt til manns. Ekkert nema gott um það að segja!

Ég verð að birta hér slóðina á Eurovision bloggið hjá þeim Loga og Gísla Marteini - þeir eru létt geggjaðir! Hehehee....
Talandi um Eurovision, ég er komin með partý! Endaði á því að leita til Andra, og hann bauð mér annað kvöld á Nesveginn þó svo ég hafi ekki fengið neitt boð frá Þórdísi eða Tomma! Hann sagði að við kanarnir þyrftum að standa saman, svo mikið rétt hjá honum! Stefnan verður síðan tekin á Sálina á Gauknum, og býst ég við miklu fjöri þar!

Ég átti að fá svar frá Governor´s Intern Program í dag, en ekkert... Býst við að bréf hafi verið send út, sem þýðir að það hefur verið sent á PO Boxið mitt í Carrollton og ég bíð þá bara endalaust eftir að fá það! Ef svarið verður jákvætt, er ég ekkert viss um að ég hafi nokkurn tíma til að fara út áður en stafið/námsþjálfunin hefst. Þarf líka að sækja um allskonar leyfi og dót..