Veröld Fjördísar

þriðjudagur, ágúst 15, 2006

Í kvöld var ég að vinna til hálf ellefu. Það þýðir að ég missti af þessum landsleik sem fór víst fram í Laugardalnum í kvöld. Í strætó á leiðinni heim var ég næstum búin að kasta mér út á stoppistöðinni fyrir framan Nordica og ljúga mig einhvern veginn upp á herbergi til Garcia. Eða bara einhvers í fokking spænska landsliðinu sem er á landinu en ég fékk ekki að sjá spila. Svo mundi ég að ég er 27 ára og þarf að fara að vinna í fyrramálið svo ég hætti við. 14 tíma vinnudagar eru ekki fyrir mig - ég er komin með gæsahúð af þreytu og stressi. Farin að sofa, alveg til kl. 7. Það er ekkert gaman að vera fullorðinn, ég vil hætta við.