Veröld Fjördísar

fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Hjördís, af hverju ertu aldrei lengur á msn/að blogga/myspace/scrappa/...?

væl væl væl

ég er bara búin að vera ótrúlega busy! Svona alveg í alvöru busy þar sem ég vinn fram eftir kvöldi, kem heim, les blöðin, og svo beint í háttinn (ekki einu sinni á netið smá, engin tónlist til að ná í eða neitt). En núna fer þetta róast aðeins, ekki oft sem tveir forsætisráðherrar og fylgdarlið koma á einni viku með öllu tilheyrandi. Fór til dæmis úr vinnunni kl. 16:30 í dag! Ótrúlegt alveg...

Herdís náði að panta tíma hjá mér og við lögðumst yfir dagskrá IFF kvikmyndahátíðar. Náðum að púsla saman 10 mynda dagskrá á næstu tveimur vikum, afar spennandi allt saman! Svo lengi sem ég verð ekki að vinna svona fram eftir öllu. Svo hefst önnur kvikmyndahátíð í enda mánaðarins, þetta verður algjör geðveiki! Sé fram á að þurfa að poppa heima og taka með í poka til að fara ekki á hausinn...


Edit:
Ansk.. ég var að fara að sofa "snemma" og þá kom PG á msn, og maður fer bara ekkert frá samtölum við sína tilvonandi! Úff önnur svefnlítil nótt....