Veröld Fjördísar

þriðjudagur, ágúst 22, 2006

Ég var að ná í nýja Prison Break þáttinn og get bara ómögulega gert það upp við mig hvort ég eigi að horfa á hann núna eða spara þangað til á morgun. Ég ætlaði að fara að snemma að sofa einu sinni - kom heim snemma í kvöld bara, rúmlega tíu! Reyndar ekki að vinna i kvöld heldur fór ég fyrst til móðursystur minnar í fisk og fótbolta, og svo á leikrit með Þórdísi og Tomma þar sem Erna systir hans fór á kostum. Ég er enn að reyna að ákveða þetta með Prison Break.... erfitt líf!

Sótti nýja sendiherrann minn út á flugvöll sl. föstudag og lýst rosalega vel á hana og fjölskylduna - eðal kona alveg. Og ég er að komast að því að vinna í sendiráðum snýst um pappír, að fæla hann á rétta staði og taka nú nógu mörg ljósrit og koma í réttar möppur. Ekkert annað. Samt alveg gaman sko! Vonandi fer ég bara að vinna aðeins minna og ná að slaka á og taka minn hálftíma mat og svona sem hefur ekki verið undanfarið. Um þetta snýst líf mitt núna, vinnuna. Ekkert gaman að tala við mig lengur held ég. Skrapp reyndar til Akureyrar sl. helgi til að skila Hjalta bró af mér. Og svona til að lífga upp á tilverunna fyrst ég hef ekkert að segja:

Cyanide and Happiness, a daily webcomic
Cyanide & Happiness @ Explosm.net