Ástin
Loksins erum við sameinuð á ný. Þessi tæplega tveggja vikna viðskilnaður við þig var mér nánast óbærilegur. En í gærkveldi náðum við aftur saman og nú finn ég hversu sárlega ég saknaði þín. Sem betur fer á ég góða að sem hjálpuðu mér að taka saman við þig aftur. Í millitíðinni þegar ég var eitthvað að daðra við I.E. þá fylltist ég bara örvæntingu, vonleysi og á endanum reiði yfir því hversu langt aðrir eiga í land í að standast samanburð við þig. Þetta var ekki auðvelt, en ég er fegin því að hafa misst þig í smá stund, því núna kann ég getur að meta þig og það sem þú gerir fyrir þig. Elsku Firefox, aldrei gera mér þetta aftur. Ég saknaði þín...
Þinn netverji,
Hjördís
Loksins erum við sameinuð á ný. Þessi tæplega tveggja vikna viðskilnaður við þig var mér nánast óbærilegur. En í gærkveldi náðum við aftur saman og nú finn ég hversu sárlega ég saknaði þín. Sem betur fer á ég góða að sem hjálpuðu mér að taka saman við þig aftur. Í millitíðinni þegar ég var eitthvað að daðra við I.E. þá fylltist ég bara örvæntingu, vonleysi og á endanum reiði yfir því hversu langt aðrir eiga í land í að standast samanburð við þig. Þetta var ekki auðvelt, en ég er fegin því að hafa misst þig í smá stund, því núna kann ég getur að meta þig og það sem þú gerir fyrir þig. Elsku Firefox, aldrei gera mér þetta aftur. Ég saknaði þín...
Þinn netverji,
Hjördís