Veröld Fjördísar

miðvikudagur, janúar 31, 2007

Eitt af því sem virkilega hefur bjargað hjá mér hádegisverðinum, þegar ég borða AB mjólk með músli, eru litlu þurrkuðu bananabitarnir sem ég fékk einstöku sinnun. Þegar ég sá þá ofan í skálinni minni varð ég alveg spennt og geymdi þá eins og ég gat, þar til ég lét undan og fékk mér stökkann og bragðgóðan bitann í skeiðina.
Síðan núna áðan gerðist svolítið.
Ég var í Melabúðinni og rak þar augun í heilan poka af bananabitum! Heill poki, bara fyrir mig! Á 159 kr! Ég greip hann og hugsaði mér gott til glóðarinnar í næsta hádegismat, þetta verður spennandi!!!!!

Svo keypti ég mér líka Kappa, sem er kókómjólk frá Mjólku. Mér finnst hún betri heldur en þessi venjulega...