Veröld Fjördísar

mánudagur, október 23, 2006

Síðastliðinn laugardag var mér boðin vinna í Kanada. Sem Tour Manager fyrir fjöllistahópinn Red Sky sem var hérna á menningarhátíðinni. Ég tók þessu fyrst bara svona sem léttu koktailspjalli yfir hvítvíninu en eftir að tala aðeins betur við þau kom í ljós að henni var alvara. Ég sagði samstarfskonu minni frá þessu svona í gríni og hún sagði mér að stökkva á þetta, segja bara upp og fara til Kanada. Ég verð að játa að þetta kitlaði mig svolítið þarna, sérstaklega að heyra eina konuna í hópnum segja hvað henni litist vel á mig og væri spennt fyrir að fá mig út. En ég ákvað að hugsa svosem ekkert meira um það, fékk bara nafnspjald og kvaddi partýið. Ég meina, maður getur ekkert bara hoppað út til Kanada er það?!? Nei.... ég held ekki. Þau voru öll samt ofsalega yndæl þó svo ég hafi ekkert skemmt mér konunglega neitt fyrir frumbyggjadansinum... Ég meina, hvernig get ég farið frá Íslandi og skemmtanalífinu þar sem er HRÆKT framan í þig upp úr þurru?

Herdís er útskrifuð og ég er útspýtt, hversu sanngjarnt er það? Hún allavega bauð okkur í læri og með ´ðí og ég held að það komi ekki neinum á óvart hvar við enduðum um kvöldið. Með stuttu stoppi inn á Alþjóðahúsinu fyrst þar sem rússneskt partý var í full swing og þvílík gleði þar inni! Tíu ára gamalt júrópopp af dýrustu tegund og rússar sem káfuðu á manni, stuð.

Vitiði hvað er líka stuð? Ég er að fara til Texas! Ojá Þórdís mín, bara hringja í mig og ég kem í heimsókn! Ætla að stoppa smá stund hjá Ritchie í Atlanta fyrst áður en ég flýg yfir til Texas - hef ekki komið þangað áður og hlakka hrikalega til! Ef einhver vill panta eitthvað til að láta mig kaupa vinsamlega láta mig vita núna takk :D

miðvikudagur, október 11, 2006

Ég held að Herdís sé búin að skrifa svo vel um mikið um okkar líf undanfarið að ég hafi engu við að bæta. Þar má lesa um ógeð okkar á kvikmyndahúsum eftir overdose á RIFF, kokteilboð með Daft Punk og biskupnum, og tónleika ameríska sendiráðsins.
Ef einhver öfundar mig af glæstum lífstíl sem snýst um móttökur og kampavínsglös í sendiráðum þá vil ég benda á atvinnuauglýsingu frá japanska sendiráðinu frá sl. helgi. Svona án gríns þá er það mjög spennandi starf, ef einhver hefur áhuga á því.

Annað er það ekki í bili!
Taryn var að hringja í mig og bjóða mér í heimsókn, ætli að reyni ekki að komast til Texas eftir mánuð :D

föstudagur, október 06, 2006

Free Image Hosting at www.ImageShack.us

"So Hjördís you´re coming to our show on Monday right? Sportacus will be there, and a special surprice I can´t tell you what is - but it´s going to be Magnificent...."

Ó krakkarnir í ameríska sendiráðinu eru svo sniðug. Annars ætla ég þangað á mánudag og allir eru velkomnir með!

þriðjudagur, október 03, 2006

Það er þræleðlilegt alveg að vera búinn að sjá 11 kvikmyndir á 5 dögum. Þar af þrjár í röð í gær. Ein. Sofnaði reyndar yfir einni, dönsku teiknimyndinni, en það er bara vegna þess að ég hafði verið að smakka á léttvíni allt kvöldið á Bessastöðum og var orðin sybbin.
Hvað hefur staðið uppúr?
Opnunarmyndin, Drottningin, var frábær. Og móttakan á Hótel Borg eftir hana enn betri. Í alvöru þær bestu rækjur sem ég hef bragðað á ævinni. Og frír bjór og léttvín.
Kanadíska myndin, Whole New Thing, var líka afbragð. Ekkert áfengi á undan né eftir samt.
Heimildarmyndin, The Road to Guantanamo, málþing á undan og umræður á eftir með tveimur af þeim drengjum sem þurftu að þola þetta helvíti - mjög áhugaverð.
Flest annað hefur verið svona.. meh. Hvorki fugl né fiskur. Ekkert sem stendur uppúr. Jú, mexíkóska myndir Mexcal stendur fyrir leiðindi. Vorum næstum gengnar út í fyrsta sinn. Nóg eftir svosem....

Svo er líka gaman að horfa ekki á bíótjald heldur bara söguna gerast í beinni fyrir framan nefið á manni. Fylgdist með þegar bandaríski fáninn var dreginn niður á herstöðinni sl. laugardag og þegar sá íslenski fór upp. Tók fullt af myndum. Merkisatburður. Hringdi í afa því hann átti afmæli og sagði honum frá. Hann var glaður kallinn.

Ætla að fara að sofa núna því ég þarf að fara að vinna kl. 5 í nótt. Sem þýðir að ég þoli varla meira en eina mynd eftir vinnu á morgun. Sjáum til...