Veröld Fjördísar

þriðjudagur, október 03, 2006

Það er þræleðlilegt alveg að vera búinn að sjá 11 kvikmyndir á 5 dögum. Þar af þrjár í röð í gær. Ein. Sofnaði reyndar yfir einni, dönsku teiknimyndinni, en það er bara vegna þess að ég hafði verið að smakka á léttvíni allt kvöldið á Bessastöðum og var orðin sybbin.
Hvað hefur staðið uppúr?
Opnunarmyndin, Drottningin, var frábær. Og móttakan á Hótel Borg eftir hana enn betri. Í alvöru þær bestu rækjur sem ég hef bragðað á ævinni. Og frír bjór og léttvín.
Kanadíska myndin, Whole New Thing, var líka afbragð. Ekkert áfengi á undan né eftir samt.
Heimildarmyndin, The Road to Guantanamo, málþing á undan og umræður á eftir með tveimur af þeim drengjum sem þurftu að þola þetta helvíti - mjög áhugaverð.
Flest annað hefur verið svona.. meh. Hvorki fugl né fiskur. Ekkert sem stendur uppúr. Jú, mexíkóska myndir Mexcal stendur fyrir leiðindi. Vorum næstum gengnar út í fyrsta sinn. Nóg eftir svosem....

Svo er líka gaman að horfa ekki á bíótjald heldur bara söguna gerast í beinni fyrir framan nefið á manni. Fylgdist með þegar bandaríski fáninn var dreginn niður á herstöðinni sl. laugardag og þegar sá íslenski fór upp. Tók fullt af myndum. Merkisatburður. Hringdi í afa því hann átti afmæli og sagði honum frá. Hann var glaður kallinn.

Ætla að fara að sofa núna því ég þarf að fara að vinna kl. 5 í nótt. Sem þýðir að ég þoli varla meira en eina mynd eftir vinnu á morgun. Sjáum til...