Veröld Fjördísar

mánudagur, október 23, 2006

Síðastliðinn laugardag var mér boðin vinna í Kanada. Sem Tour Manager fyrir fjöllistahópinn Red Sky sem var hérna á menningarhátíðinni. Ég tók þessu fyrst bara svona sem léttu koktailspjalli yfir hvítvíninu en eftir að tala aðeins betur við þau kom í ljós að henni var alvara. Ég sagði samstarfskonu minni frá þessu svona í gríni og hún sagði mér að stökkva á þetta, segja bara upp og fara til Kanada. Ég verð að játa að þetta kitlaði mig svolítið þarna, sérstaklega að heyra eina konuna í hópnum segja hvað henni litist vel á mig og væri spennt fyrir að fá mig út. En ég ákvað að hugsa svosem ekkert meira um það, fékk bara nafnspjald og kvaddi partýið. Ég meina, maður getur ekkert bara hoppað út til Kanada er það?!? Nei.... ég held ekki. Þau voru öll samt ofsalega yndæl þó svo ég hafi ekkert skemmt mér konunglega neitt fyrir frumbyggjadansinum... Ég meina, hvernig get ég farið frá Íslandi og skemmtanalífinu þar sem er HRÆKT framan í þig upp úr þurru?

Herdís er útskrifuð og ég er útspýtt, hversu sanngjarnt er það? Hún allavega bauð okkur í læri og með ´ðí og ég held að það komi ekki neinum á óvart hvar við enduðum um kvöldið. Með stuttu stoppi inn á Alþjóðahúsinu fyrst þar sem rússneskt partý var í full swing og þvílík gleði þar inni! Tíu ára gamalt júrópopp af dýrustu tegund og rússar sem káfuðu á manni, stuð.

Vitiði hvað er líka stuð? Ég er að fara til Texas! Ojá Þórdís mín, bara hringja í mig og ég kem í heimsókn! Ætla að stoppa smá stund hjá Ritchie í Atlanta fyrst áður en ég flýg yfir til Texas - hef ekki komið þangað áður og hlakka hrikalega til! Ef einhver vill panta eitthvað til að láta mig kaupa vinsamlega láta mig vita núna takk :D