Veröld Fjördísar

föstudagur, maí 26, 2006

Merkilegt að það sem standi uppúr hjá mér eftir að hafa farið "The Golden Circle" í gær sé að ég hafi klaufast til að sparka í stein þegar ég var að príla í Almannagjá og gert ljótt far á nýju Campers skóna mína :(

Hvurskona skyndibrjálæði kom yfir mig þegar ég bauðst til að vinna frá 8-22 á kjörstað á morgun!

6 ára drengur sem sat fyrir aftan mig í rútu: Húðin undir rassinum þínum hangir svo langt niður!
Ég: What the....
Hann: Já púðinn sko, hann fer svona niður þegar þú sest.
Ég: Já, púðinn.....

miðvikudagur, maí 17, 2006


Í kvöld verða nýjir Evrópumeistarar í fótbolta krýndir. Það þýðir að Liverpool aðdáendur hafa nú aðeins nokkra tíma í viðbót til að fá sting í magann og flissandi kæti í hjartað þegar hugsað er til kvöldsins góða í Istanbúl fyrir ári síðan. Þvílíkt kvöld sem seint mun líða úr minni - og mikið ofsalega er gaman að geta bent á stjörnurnar fimm fyrir ofan merkið okkar fallega með stolti - glory glory Liverpool.....!!!!

þriðjudagur, maí 16, 2006

Sana-sól....
Oj bara - ég fæ bara klígjulegt appelsínubragð í hálsinn við að rifja þann viðbjóð upp. Bjakk!

mánudagur, maí 15, 2006

Hvað er þetta, voðalega er sólin að gera alla lata - hérna er linkur á Jeff Who? myndbandið - hættið svo að væla í mér fyrir að gefa ekki link...

föstudagur, maí 12, 2006

Föstudagurinn gæti ekki byrjað betur en að sjá myndbandið við Barfly með Jeff Who? á kvikmynd.is. Ef ÞÚ ert ekki búin/n að slá inn slóðina núna, hækka á hátölurunum og smella þér í dansskóna þá ertu ekki að fylgjast með...

mánudagur, maí 08, 2006

Mér er illt í eyrunum og varirnar mínar eru enn hálf tilfinningalausar. Já það er ekki alltaf tekið út með sældinni að kafa á Íslandi. Kleifarvatn gekk svona ágætlega áðan, lappirnar á mér fljóta bara heldur mikið og því lenti ég í allskyns vandræðum og náði ekki að þrýstijafna eyrun, datt bara á bakið niður á botn og gat mig ekkert hreyft. Þetta svona smám saman skánar nú samt og á morgun þegar við förum aftur á ég að fá blýlóð á ökklana á mér til að reyna að koma þeim eitthvað niður. Allra erfiðast í kvöld var samt gangan úr vatninu, upp á bakkann og yfir að bílnum. Maður getur ekki hreyft sig mikið í þurrgallanum, er með níðþungan tankinn á bakinu, 10 kíló af lóðum um mittið, og þarf að príla yfir holt og hæðir og steina í þessari múnderingu. Annars var þetta bara gaman :) Vonandi enn betra á morgun þegar maður verður búinn að læra betur inn á að flotjafna gallann svo maður velti ekki bara um eða fljóti upp á yfirborðið (hvorutveggja kom fyrir mig). Svo kannski smyr maður smá vaselíni á varirnar svona til að verjast mesta kuldanum. Á morgun förum við nefnilega að gera allar æfingarnar sem voru ekkert mál í heitri sundlaug. En í kuldanum í öldugangi í þurrgallanum er þetta allt, allt annað. Þá er ekki eins gott að æfa það að klára loftið og þurfa að fá hjá hinum, eða taka af sér gleraugun á kafi, og setja þau aftur á sig og tæma af vatni, eða synda björgunarsund með manneskju... Þetta verður spennó :)

miðvikudagur, maí 03, 2006

Atriði kvöldsins gerist á heimili mínu. Það er miðvikudagskvöld, og móðir mín hefur boðið 15 konum í mat og drykk heim til okkar. Konurnar eru hressar eftir leikfimina, búnar með fordrykkinn, og eru komnar í eldhúspartý. Hitti eina hressa þar, sem tilkynnti mér að hún hefði verið að vinna með móðursystir minni. Þar sem hún var líka í þessum leikfimihóp með mömmu minni og stödd heima hjá mér, hélt ég kannski að hún vissi eitthvað um mig. Við áttum stutt samtal og það var svona.

E: Svo, Hjördís, í hvaða skóla ert þú?
H: Ég er hérna upp í hverfinu bara
E: (horfir á mig spyrjandi augum)... ertu þá í.... tíunda bekk?
H: Eh nei sko... ég er að vinna þar
E: Ha? Bíddu, hvað ertu þá gömul?
H: 27 ára
E: (horfir á glasið sitt, svo mig) Ertu eitthvað að plata mig?
H: (álút) Nei.. í alvöru sko.

Eftir að hafa staðfest aldur minn við móður mína fékk hún aukin áhuga á mér og vildi endilega kynna mig fyrir syni sínum. Hann er 31, að útskrifast frá Laugarvatni. Við yrðum fullkomin saman. Henni fannst líka agalegt að ég byggi heima og vill sjá okkur flytja saman í sumar. Ég hef ekki þorað að tala við hana aftur.

mánudagur, maí 01, 2006

Ég var búin að lofa sjálfri mér því að blogga ekki fyrr en ég fengi svar frá Ölgerðinni í sambandi við Opal málið svokallaða. Það hefur ekki gerst enn og því játa ég mig sigaraði í þessari orrustu. Þrátt fyrir afar kurteislegt bréf frá mér var engu svarað og mér finnst það í stuttu máli sagt afar lélegt. Að geta ekki ruslast til að skrifa smá komment til baka finnst mér bera vott um algera vanvirðingu við neytanda, sama hver sem athugasemdin var. Er það ekki viðskiptafræðingar? Finnst ykkur þetta góður bisness?
Allavega, ég mun bojkötta Opal vörur héðan í frá, bara TÓPAS skot fyrir mig takk! Og ekkert af þessu græna helvíti... Herra Prjónn - fyrst þú gladdir mig svona í gær með flottum leik og Íslandsmeistaratitli þá skal ég láta það vera að segja þér hversu ómerkilegt komment þitt við síðustu færslu var. Grænn Opal! Bjakk!

Talandi um leikinn í gær, til hamingju allir Framarar! Maggi er hættur að blaðra við sjálfan sig og farinn að verja eins og berserkur og Gaui næst markahæstur með góðan leik. Ég mætti á leikinn í gær og var eins og fífl til fara, var að koma úr 4 tíma köfun í sveitasundlaug einhvers staðar í nágrenni Krýsuvíkar. Á föstudaginn fór ég semsagt yfir bóklega hlutann, svo var köfun í laug með allskyns æfingum í gær, og við tókum svo próf í bóklega hlutanum í dag. Allt hefur gengið eins og í sögu og þetta gekk vel hjá okkur þremur sem vorum saman í þessum hóp. Hinir tveir kallarnir voru mjög fínir og ég treysti þeim alveg til að koma mér til hjálpar þegar við vorum að æfa það að vera búin með loft og þurfa að fá hjá hinum. Svo er það bara næst að kafa í vatni, er að fara að Kleifarvatni á þriðjudaginn og taka það, þetta er rosalega gaman skal ég segja ykkur! Allir að læra köfun, núna strax!