Ég var búin að lofa sjálfri mér því að blogga ekki fyrr en ég fengi svar frá Ölgerðinni í sambandi við Opal málið svokallaða. Það hefur ekki gerst enn og því játa ég mig sigaraði í þessari orrustu. Þrátt fyrir afar kurteislegt bréf frá mér var engu svarað og mér finnst það í stuttu máli sagt afar lélegt. Að geta ekki ruslast til að skrifa smá komment til baka finnst mér bera vott um algera vanvirðingu við neytanda, sama hver sem athugasemdin var. Er það ekki viðskiptafræðingar? Finnst ykkur þetta góður bisness?
Allavega, ég mun bojkötta Opal vörur héðan í frá, bara TÓPAS skot fyrir mig takk! Og ekkert af þessu græna helvíti... Herra Prjónn - fyrst þú gladdir mig svona í gær með flottum leik og Íslandsmeistaratitli þá skal ég láta það vera að segja þér hversu ómerkilegt komment þitt við síðustu færslu var. Grænn Opal! Bjakk!
Talandi um leikinn í gær, til hamingju allir Framarar! Maggi er hættur að blaðra við sjálfan sig og farinn að verja eins og berserkur og Gaui næst markahæstur með góðan leik. Ég mætti á leikinn í gær og var eins og fífl til fara, var að koma úr 4 tíma köfun í sveitasundlaug einhvers staðar í nágrenni Krýsuvíkar. Á föstudaginn fór ég semsagt yfir bóklega hlutann, svo var köfun í laug með allskyns æfingum í gær, og við tókum svo próf í bóklega hlutanum í dag. Allt hefur gengið eins og í sögu og þetta gekk vel hjá okkur þremur sem vorum saman í þessum hóp. Hinir tveir kallarnir voru mjög fínir og ég treysti þeim alveg til að koma mér til hjálpar þegar við vorum að æfa það að vera búin með loft og þurfa að fá hjá hinum. Svo er það bara næst að kafa í vatni, er að fara að Kleifarvatni á þriðjudaginn og taka það, þetta er rosalega gaman skal ég segja ykkur! Allir að læra köfun, núna strax!