Veröld Fjördísar

mánudagur, júlí 11, 2005

Ég held að ég ætli bara að birta nokkur komment frá fólki sem fór á fyrri tónleika Against Me! á föstudaginn:

----------
fokk hvað þetta var ótrúlega æðislegt kvöld!!!
----------
þetta var frrrrrábært!
einn af betri tónleikum sem ég hef farið á leeeengi
----------
Djöfullinn.....
Er eiginlega alveg orðlaus yfir þessu.
Bestu tónleikar...í langan tíma..
Verst að ég kemst ekki inn á morgun
----------
það var svo mikil ást og von í hjartanu mínu í kvöld að mér fannst bókstaflega eins og ég væri að springa
----------
þetta var geggjað show hjá þeim!!! geðveikt góður setlisti og það að syngja þarna með fullt af fólki sem manni þykir vænt um er ótrúleg tilfinning og hvað þá með bandi eins og Against Me sem að skipta mann svona miklu máli.. unity all the way elska alla sem voru þarna ogja ég veit ekki hvað ég á að segja þetta var svo ótrúlegt
----------
orð geta ekki líst því hvað mér þóttu þessir tónleikar góðir... foooookkk
----------
TAKK til allra sem mættu og gerðu þetta að frábæru kvöldi!!
svo er það bara fake ID og mæta í kvöld!
----------
Ég fór að sjálfsögðu bæði kvöldin. Á opnu tónleikunum á föstudag (ekkert aldurstakmark) fór ég ein, en það var samt ólýsanleg tilfinning að sjá þá standa þarna í litlu herbergi úti á Granda og spila, manni nánast vöknar um augum.

Ég þurfti reyndar ekki fölsuð skilríki til að komast inn á Grand Rokk á laugardag. Við Herdís mættum þangað hressar og hlustuðum á upphitunarböndin. Innvortis var að slá í gegn en við fíluðum nú hip-hopparana í Dáðadrengjum heldur minna, enda skrýtið að hafa þá á pönktónleikum. Það sem bætti það upp margfalt var að við stóðum við hliðina á Against Me! á meðan hinar hljómsveitirnar spiluðu og ég var eins og versta gelgja með fiðring í maganum og langaði ótrúlega að fara að spjalla en þorði því ekki... Eins og þeir eru almennilegir drengir!

En jiminn hvað þeir voru góðir seinna kvöldið. Var ánægðari með lagavalið og stemmningin var ólýsanleg. Get bara ekki lýst þessu betur heldur en krakkarnir hér að ofan, maður var bara að springa úr ást og hamingju!

Það á fátt efir að toppa þetta hér á landi, nú þarf bara að drífa Coheed and Cambria, Thursday, My Chemical Romance, Alkaline Trio, og Authority Zero til landsins og þá mun ég deyja fullkomlega hamingjusöm.