Liðsmynd Liverpool 2005
HAHAHA, stal þessari mynd skammarlaust af Liverpool blogginu því hún er einfaldlega æðisleg. Ég er svona bara pínu að taka Crouch í sátt, ætla að sjá til eftir leikinn í kvöld.
Hver sá sem getur rokkað upp Billy Jean á kassagítar og virkilega látið mann trúa því að the kid is not his son á skilið massívt hrós í mínum bókum. Hjalti bauð mér með sér á útgáfutónleika Lights on the Highway í vikunni á Gauknum - og Pétur Ben, sem hitaði upp fyrir þá, stal gjörsamlega senunni að ég tel. Mjög svo amerískur í útliti steig hann upp á svið með gítar og munnhörpu og rokkaði, sóló og læti. Held með honum, ætla að fylgjast með hvar hann verður að spila núna. Hins vegar voru Lights... ekki beint minn tebolli. Heldur mikið síð-stoner-rokk fyrir minn smekk þó svo áhorfendur virtust vera að fíla þá! Kannski ekki að marka þar sem ekkert getur jafnast á við Against Me! tónleika, tvo daga í röð...
Jæja þá er það official. Ég er nörd. Allavega var einhver afgreiðslustúlka í Hot Topic í Mall of America sem ætlaði varla að selja Þórdísi myndasögublað sem hún var að kaupa fyrir mig, henni fannst það svo nördalegt... Pliff sumt fólk bara skilur ekki. Hvað með það þó ég hafi gaman að vel útpældum myndasögum sem tengjast beint Coheed and Cambria hjómsveitinni sem ég elska? Er það eitthvað verra en að tja, lesa Harry Potter (sem ég er btw búin með, vonbrigði).
Kannski kominn tími á að taka út auglýsinguna um CL hérna efst á síðunni - spurning hvað kemur í staðinn...??