Veröld Fjördísar

þriðjudagur, ágúst 23, 2005

Fyrst ég hef ekkert til að blogga um sjálf, ætla ég bara að stela af sniðugasta og besta bloggara landsins, Halla. Hann var að tala um Menningarnótt og átti nokkrar góða punkta:

En miðbærinn var bara fínn. Ef þú mættir manneskju og hún gerði minnstu tilraun til að víkja sér frá og forða harkalegum hné-í-púnginn árekstri þá vissiru að það var útlendingur. Ef þú fékkst barnavagn í hælinn og flíspeysukusk í munninn, þá var það bara venjuleg íslensk húsmóðir í stuði.

Svo sagði hann frá þegar það byrjaði að rigna eftir flugeldasýninguna:

Hlaupin upp Lindargötuna og panikkið sem þeim fylgdi minnti mig á atriði úr War of the Worlds. Allir reyndu að troðast hvað þeir gátu og flöskuhálsinn á Lindargötu jók bara á skelfinguna. Þvert yfir götuna stendur grindverk sem endar á vinnuskúr svo eina leiðin út (og inn) er þröngur göngustígur. Fullvaxnir karlmenn skildu konur og börn eftir og klóruðu sér leið eftir stígnum...ég sá marga góða menn liggja í valnum.


Eins og venjulega þá endaði ég á Bar 11, mikið stuð og sítt hár. Komst aldrei að því hvaða hljómsveitir voru að spila, þar sem íslenskar hljómsveitir eru ekkert mikið fyrir að kynna sig. Verra þykir mér að hafa ekki náð nafninu á strákunum sem spiluðu fyrir utan Ósómu fyrr um daginn. Örugglega ekki komnir í gaggó en þeir rokkuðu með sítt hár niður á bar, skemmtilegir :)

Seinni leikur Liverpool við CSKA Sofia í kvöld. Ætti ekki að valda of miklum taugatitringi á heimilinu þar sem fyrri leikurinn vannst 3-1 á útivelli.
Svo gerðist það sem ég hef óttast, búið er að selja Milan minn Baros til Aston Villa. Veit að Hjalti hlakkar yfir þessum fréttum, þó svo ég syrgi... Takk fyrir allt Baros!

það fer honum vel að vera í Liverpool borg...

mánudagur, ágúst 15, 2005

Hjalti () @ 08/14/2005 01:28:
Ekki hætta að blogga.... ef þú gerir það ekki skal ég bjóða þér út að borða á Serranos og svo til New York og svo auðvitað hvert sem er í Evrópu líka..... Þannig að...!!!

Hvernig get ég hætt eftir svona tilboð... Jæja ég er þá ekki alveg hætt, í bili allavega! Eins gott að NY ferðin standist þá :)

Ég er stundum svo skondin, hef stært mig af því að vera fórdómalaus (eða lítil) þegar kemur að tónlistarvali og sérstaklega þá tekið upp hanskann fyrir bönd sem hafa verið úthrópuð sem sell-outs and mainstream. Núna var ég að snuðra um hljómsveit sem ég hlusta mjög mikið á, 30 Seconds to Mars, og kemst þá að því að söngvari henni er Jared Leto, sem best er þekkur sem hjartaknúsarinn úr sjónvarpsþáttunum My So Called Life, og síðan góða frammistöðu í myndinni Requiem for a Dream.

Image hosted by Photobucket.com

Þegar ég komst að þessu áðan fékk ég pínu svona "Andskotans, núna er eins og ég sé bara einhver gelgja sem fílar hljómsveitina bara út af honum, eins og fullt af unglingsstelpum gera örugglega núna..." Svo fattaði ég hræsnina í mér og er núna að reyna að leiða þessa staðreynd hjá mér, og bara njóta tónlistarinnar aftur. Það er svosem einfalt enda ferlega gott rokk þar á ferð :)

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Verslunarmannahelgin liðin og svosem ekkert nýtt að frétta.

Mikil gleði hér heima í kvöld þegar Fram komst áfram í bikarnum eftir æsispennandi bráðabana-vítaspyrnukeppni þar sem þeir slógu FH naumlega út. Pabbi gat ekki horft eftir að venjulegum leiktíma lauk svo ég kallaði til hans hvernig gengi... Hann var afskaplega glaður vægast sagt, bláa Framhjartað slær enn á fullu þar!

Er að hugsa um að skottast og fá mér bókasafnskort, finnst það svo ljómandi góð hugmynd!

Held það sé komin tími til að leggja þetta blogg alveg til hliðar, enda maður ekkert að segja af viti. Takk fyrir mig!