Veröld Fjördísar

mánudagur, ágúst 15, 2005

Hjalti () @ 08/14/2005 01:28:
Ekki hætta að blogga.... ef þú gerir það ekki skal ég bjóða þér út að borða á Serranos og svo til New York og svo auðvitað hvert sem er í Evrópu líka..... Þannig að...!!!

Hvernig get ég hætt eftir svona tilboð... Jæja ég er þá ekki alveg hætt, í bili allavega! Eins gott að NY ferðin standist þá :)

Ég er stundum svo skondin, hef stært mig af því að vera fórdómalaus (eða lítil) þegar kemur að tónlistarvali og sérstaklega þá tekið upp hanskann fyrir bönd sem hafa verið úthrópuð sem sell-outs and mainstream. Núna var ég að snuðra um hljómsveit sem ég hlusta mjög mikið á, 30 Seconds to Mars, og kemst þá að því að söngvari henni er Jared Leto, sem best er þekkur sem hjartaknúsarinn úr sjónvarpsþáttunum My So Called Life, og síðan góða frammistöðu í myndinni Requiem for a Dream.

Image hosted by Photobucket.com

Þegar ég komst að þessu áðan fékk ég pínu svona "Andskotans, núna er eins og ég sé bara einhver gelgja sem fílar hljómsveitina bara út af honum, eins og fullt af unglingsstelpum gera örugglega núna..." Svo fattaði ég hræsnina í mér og er núna að reyna að leiða þessa staðreynd hjá mér, og bara njóta tónlistarinnar aftur. Það er svosem einfalt enda ferlega gott rokk þar á ferð :)