*hóst hóst* Ef það er eitthvað sem ég þoli verr en fólk sem hóstar í bíó, þá er það ég sjálf hóstandi þar... Fór á The Last Samurai með Geira í kvöld og þar var ég alltaf hóstandi. Í fyrsta lagi er maður mjög meðvitaður um það og veit að fólk er pirrað á manni, svo maður leggur alla sína í að halda hóstanum í skefjum og svo fela hann eins vel og maður getur. Þar af leiðandi fer mikil orka og athygli í það. Ferlega óþægilegt! Og í hálfleik ætlaði ég að kaupa mér hálsbrjóstsykur, en hann ekki til. Fyndist þetta einmitt fullkominn staður til að selja hálstöflur!
Hef annars mest lítið verið að gera undanfarið og ekkert sniðugt til að blogga um. Mín bíða umsóknir og bréf, fyrst náttúrulega til Uppsala University, og svo einhver ráðstefna í Prague sem mig langar á. Finnst mjög leiðinlegt að skrifa um sjálfa mig, og ennþá verra að biðja aðra að skrifa um mig (meðmælabréf það er). En þetta er víst nausynlegt og ekkert við því að segja...
Var að klára fyrstu jólabókina, Da Vince Lykillinn. Þrusugóð alveg, mæli með henni. Sú næsta í röðinni er Heimskir, hvítir karlar eftir Michael Moore (Bowling for Columbine).
Já okey bless.
Hef annars mest lítið verið að gera undanfarið og ekkert sniðugt til að blogga um. Mín bíða umsóknir og bréf, fyrst náttúrulega til Uppsala University, og svo einhver ráðstefna í Prague sem mig langar á. Finnst mjög leiðinlegt að skrifa um sjálfa mig, og ennþá verra að biðja aðra að skrifa um mig (meðmælabréf það er). En þetta er víst nausynlegt og ekkert við því að segja...
Var að klára fyrstu jólabókina, Da Vince Lykillinn. Þrusugóð alveg, mæli með henni. Sú næsta í röðinni er Heimskir, hvítir karlar eftir Michael Moore (Bowling for Columbine).
Já okey bless.