Veröld Fjördísar

sunnudagur, janúar 11, 2004

Ég held ég hafi barasta aldrei verið i heitum potti í 6 klukkutíma áður. En það var einmitt það sem við Geiri gerðum í sumarbústað nú um helgina. Ég, Pétur, Þorgeir, Bába og Lena keyrðum í Ölfusborgir sl. föstudag, með viðkomu á Pizza 67 á Selfossi þar sem ein okkar neitaði að fara með nema við myndum stoppa þar til að horfa á Idolið. Sem við og gerðum yfir pizzu og bjór. Fínn bústaður, potturinn soldið heitur, svo kaldur, svo heitur aftur. Og við ekki uppúr fyrr en líða fór á morguninn undir jólasnjókomu, djúpum samræðum, kafaraleik og kyrru veðri.
Á laugardaginn komu svo Gaui og Dröfn (og Viggi og Lena Sól seinna) og eldamennskan hófst fljótlega eftir það enda stórkostleg máltíð framundan. Grillið hitað og Gaua hent út til að fylgjast með. Þorgeir hreinsaði humarinn sem var notaður í forréttinn; rjómalagaða humarsúpu. Síðan voru afskaplega góðar nautalundir grillaðar og allt tilheyrandi með. Rjóma/súkkulaði/makkarónu/ávaxta "Drullumall" í eftirrétt fyrir þá sem fundu pláss fyrir hann. Við G keyrðum aftur í bæinn en hinir urðu eftir, hafa án efa skemmt sér vel enda 2 gítarleikarar á staðnum og potturinn rjúkandi heitur. Já og Liverpool vann, aftur! Og Owen ætlar að skrifa undir annan samning hjá þeim, ef marka má Hjalta bróðir!

Langar einhvern til að koma með mér á tónleika með bandarísku hardcore sveitinni Converge núna á miðvikudaginn? Eða á The Rasmus tónleika 6. febrúar? Lofa mikilli innlifur - hérna má sjá Converge í ham...