Veröld Fjördísar

föstudagur, mars 30, 2007

Herdis er dugleg.

Lesid bloggid hennar her til ad fylgjast med!

föstudagur, mars 23, 2007

Eg er i Mexiko. Er einhverju vid tad ad baeta? Thihihi

Komst hingad heilu og holdnu, a nu eftir ad skrifa nakvaemari ferdasogu seinna ef eg nenni tvi.

Hitti Herdisi i Playa del Mexiko i fyrradag, og vid hofum verid ad ferdast med vinum hennar ur programminu sidan. Erum nuna stodd i Merida, og helmingurinn af okkur verdur herna i adra nott, hin fara af stad til Pelenque. A morgun aetlum vid ad skoda Maya rustir i Uxmal, og taka svo naeturrutu um nottina til Palenque. Verdum tar i einhvern tima, forum svo til San Christobal, sidan Oaxhaca adur en vid endum i Mexico City.

Maturinn er godur herna, tad er sol og hiti og bara ja... aedislegt :) Tad er algjorlega naudsynlegt ad taka ser svona sma fri yfir veturinn. Argh folk farid ad bida eftir okkur Herdis, kemst kannski aftur bradlega a netid :)

mánudagur, mars 19, 2007

Ég held að ég sé búin að pakka of mörgum bolum. Bakpokinn minn, sem ég ætlaði að hafa svona hálfan, er orðin fullur. Er næstum farin að troða. Bætti við síðum náttbuxum núna á síðustu stundu, sólgleraugum, plástrum, skordýrafælum, auka buddu... alltaf eitthvað sem hægt er að bæta við.

En þetta er orðið fínt núna held ég bara. Vantar kannski eina litla skrifblokk til að geta hripað niður það sem við Herdís gerum, annars er hætt við að ég gleymi því. Eftir 12 tíma verð ég í rútinni á leið til Keflavíkur. Verð smart í opnum sandölum og göngufötum.

Við erum búnar að ákveða hvar og hvenær við munum hittast á miðvikudaginn. Ég hef semsagt sólarhring ein í Mexíkó og ætla að nýta hann til að finna mér hótel og handklæði. Á samt að vera rigning og þrumuveður í Playa del Carmen þegar ég kem, en samt 30 stiga hiti þannig að þetta verður allavega hlýtt.

Ég er orðin stressuð/kvíðin/spennt.

Hrikalega hlakka ég samt til!

Jæja ég ætla aðeins að leggja mig núna - vonandi næ ég eitthvað að blogga frá Mexíkó!
Hafið það gott, sjáumst eftir tvær vikur :)

fimmtudagur, mars 01, 2007




ELSKU BESTI BRÓSI MINN Á AFMÆLI Í DAG!!!!!

KNÚS RÚSÍNAN MÍN, HAFÐU ÞAÐ GOTT Í FERÐINNI ÞINNI YNWA!