Í gær heyrði ég ansi hreint hresst pönk í útvarpinu. Ákvað að gúggla lagið því ég kannaðist ekkert við það. Lagði á minnið eina línu úr laginu og það var nú auðvelt, enda svolítið spes texti:
"with the music execution and the taco revolution"...
Svo núna var ég að leita að því og lenti ítrekað á síðum um misheyrn á textum - enda er þessi texti:" with the music execution and the talk of revolution", sem hljómar nú ansi hreint meira pönk heldur er taco-byltingin.... En ég hef greinilega ekki verið sú eina sem misskildi þetta samt! Tim Armstrong myndi hlæja.
Var að lesa á mbl áðan um dóm sem féll yfir manni sem
umskar dóttur sína. Datt ekki annað í hug en það hefði gerst í Svíþjóð eða eitthvað þar sem hart á að vera tekið á þessu ofbeldi. En nei, þá var þetta í Lawrenceville í Georgíu. Sveitabær í suðurríkjunum. Ja hérna hér.
Ég er annars komin með ferðafélaga til Georgíu. Hann mun verða eftir í Boston í 2 daga, síðan sæki ég hann og við förum á Cursive tónleika í Atlanta, gistum hjá Ritchie og þvælumst um sveitina áður en við förum á aðra tónleika á Atlanta - Converge, Some Girls og Modern Life is War. Eftir það fljúgum við til Texas og hittum Taryn, Sarah, Paige og þær stelpur og .... gerum eitthvað fleira líklega? Ekkert búin að ákveða neitt, kannski tónleikar með The Melvins annars bara já, eitthvað. Fljúgum svo heim á sunnudeginum og erum þá búin að fljúga yfir hálf Bandaríkin og eyða allt of miklum tíma í flugvélum. Þetta verður spennandi :D