Veröld Fjördísar

laugardagur, nóvember 25, 2006

Ég harðneita að skrifa nokkuð hingað inn, ferðasögu né annað, nema að kommentakerfið mitt birtist af sjálfu sér aftur.

Sá annars að það var verið að reyna að selja það á e-bay, grínlaust.

laugardagur, nóvember 11, 2006

Heyrðu ég skrepp þá aðeins til Ameríku!

Hafið það bara gott á meðan kjúllarnir mínir

Snemmbúnar afmæliskveðjur til Magga marks.

Catch ya on the flip side....

fimmtudagur, nóvember 09, 2006

Blogger smogger....
Algjörlega neitaði að birta myndbandið með hinum blogginu í gær. Geri núna aðra tilraun. En ekki séns að c/p texta hingað inn lengur og láta hann birtast.... segi ég eins og ég kunni hann ekki utanbókar og gæti hæglega bara skrifað hann inn!
Allavega...

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

Í dag þegar ég var á leiðinni heim úr vinnunni með strætó komst ég að því að það tekur nákvæmlega jafn langan tíma og að hlusta á Reinventing Axl Rose með Against Me! og að komast af skrifstofunni minni og heim.

Ég komst líka að því að lagið þeirra, Baby I'm an Anarchist, gerir mig alltaf jafn glaða alveg niður í tær. Ég get ekki útskýrt hvað það er við þetta lag sem nær svona til mín.
Ég man ótrúlega vel þegar ég heyrði það fyrst. Þá hafði Ritchie dregið mig á tónleika með þessu bandi sem ég þekkti nánast ekki neitt, aðeins heyrt eitt lag með þeim sem mér fannst svona allt í lagi bara. Við vorum á The Echo Lounge í East Atlanta, hann var einhvers staðar fyrir framan að dansa og ég stóð með PBR aftast eins og venjulega og skemmti mér ofsalega vel á þessum tónleikum. Síðan kom lokalagið - Baby I´m an Anarchist. Ég hef aldrei orðið vitni að annari eins múgsefjun. Ég hreinilega hélt að þetta væri eitthvað agalega vinsælt tökulag því það sungu ALLIR með, fólk var uppi á sviði og allstaðar, skiptist á að syngja í míkrafóninn og hreinlega sleppti sér. Þá heyrði ég hvorki textann né náði að finna lagið neitt almennilega, bara þennan kraft sem kom yfir salinn. Þegar ég sá þá spila hérna á Íslandi í fyrra stóð ég bara og söng inni í mér með hnefann á lofti, á kafi ofan í buxnavasanum.

Þegar ég seinna eignaðist plötuna með laginu varð það strax mitt uppáhald. Ég meiri að segja skýrði hljómsveitina mína eftir bút úr laginu sem lýsir mér ágætlega. Mér finnst það eiga alveg sérlega vel við núna í kvöld, þegar kosningar eru í Bandaríkjunum og ég er á leið á kosningavöku á Stúdentakjallaranum. Í tilefni þess ætla að ég birta hér myndband sem var tekið upp á tónleikum AM! og svo textann. Leyfi lesendum að dæma um hvorutveggja.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

Í gær heyrði ég ansi hreint hresst pönk í útvarpinu. Ákvað að gúggla lagið því ég kannaðist ekkert við það. Lagði á minnið eina línu úr laginu og það var nú auðvelt, enda svolítið spes texti:
"with the music execution and the taco revolution"...

Svo núna var ég að leita að því og lenti ítrekað á síðum um misheyrn á textum - enda er þessi texti:" with the music execution and the talk of revolution", sem hljómar nú ansi hreint meira pönk heldur er taco-byltingin.... En ég hef greinilega ekki verið sú eina sem misskildi þetta samt! Tim Armstrong myndi hlæja.

Var að lesa á mbl áðan um dóm sem féll yfir manni sem umskar dóttur sína. Datt ekki annað í hug en það hefði gerst í Svíþjóð eða eitthvað þar sem hart á að vera tekið á þessu ofbeldi. En nei, þá var þetta í Lawrenceville í Georgíu. Sveitabær í suðurríkjunum. Ja hérna hér.

Ég er annars komin með ferðafélaga til Georgíu. Hann mun verða eftir í Boston í 2 daga, síðan sæki ég hann og við förum á Cursive tónleika í Atlanta, gistum hjá Ritchie og þvælumst um sveitina áður en við förum á aðra tónleika á Atlanta - Converge, Some Girls og Modern Life is War. Eftir það fljúgum við til Texas og hittum Taryn, Sarah, Paige og þær stelpur og .... gerum eitthvað fleira líklega? Ekkert búin að ákveða neitt, kannski tónleikar með The Melvins annars bara já, eitthvað. Fljúgum svo heim á sunnudeginum og erum þá búin að fljúga yfir hálf Bandaríkin og eyða allt of miklum tíma í flugvélum. Þetta verður spennandi :D