Það fór eins og mig grunaði. Síðasta vígið er fallið. Eins og ég spáði fyrir um hér á blogginu fyrir nokkru þá er farið að spila Against Me! á X-inu. Hvað getur maður sagt? Þetta er samt pínu undarlegt. Að litla pönksveitin manns sem ég hef reynt að troða í alla í nokkur ár (með litlum árangri) sé nú farin að heyrast í útvarpinu. Auðvitað er maður glaður! Fleiri fá að njóta þeirra :) Þó svo þessi nýjasta plata þeirra sé ekki eins góð að mínu mati og þeirra gömlu, þá er hún hún einstaklega áheyrileg og ég hef gaman að henni.
Held að ég hafi núna heyrt í öllum "mínum" hljómsveitum, böndunum sem ég kynntist í Ameríku en bjóst ekkert endilega við að myndu vera spiluð hér. Meira að segja Coheed and Cambria hafa náð í útvarpið. Man hversu undrandi og glöð þegar ég heyrði fyrst Fall Out Boy spilað hérna, núna heyrast þeir á FM 95,7, sama með My Chemical Romance sem voru flokkaðir sem screamo einu sinni, eins fyndið og það hljómar núna.
Enda sér ekki fyrir endann á þessu rokktrendi. Meira að segja Gugga systir ljóstraði því upp að hún fílaði eitt lag með Muse. Þetta er frábær þróun eftir r'n'b og poppsykurfroðu fyrir það!!!
Annars er ég heima núna algjörlega óvíg. Get varla gengið. Hef ekki haft svona miklar harðsperrur í fleiri ár held ég. Fyrir utan strengina er ég með bólgur og mar á framhandleggnum eftir
þetta helvíti... úff. Og þetta var bara prufutími.
Annars gengur kvikmyndahátíð ágætlega. Hef séð 6 myndir og á 4 eftir sem ég ætla mér að sjá. Sú besta sem ég hef séð var Hallam Foe. Enda er ég að átta mig á því hvernig bíómyndir mér þykja besta; dramatískar myndir um gallað fólk, með fáum persónunum sem gætu hafa verið leikrit. Myndir eins og Closer, The Shape og Things og Notes on a Scandal. Og svo The Princess Bride auðvitað :D