Búningsherbergi
"Gjörðu svo vel, farðu hingað inn og klæddu þig í þetta"
Pastel-grænn sloppurinn og tissjú box á veggnum.
Hmm, hvort átti maður nú að hafa opið að framan eða aftan?
Setið á biðstofu og beðið eftir að vera kallaður upp. Á flatskjánum er sýnd mynd um hvernig á að þreifa sig. Allar í kring hræddar við að krossleggja lappir, sloppurinn gæti kippst upp og sýnt eitthvað meira en gamla Séð og heyrt ofaná. Allar penar og þykjast ekki vita að þær í kring eru líka berar að neðan, eða ofan, eftir því hvora þær eru að fara í.
Fætur hátt í loft, sundur og kaldur goggur. Ooooooog, þetta er búið.
Bíð eftir næsta bréfi frá leitarstöðinni.
"Gjörðu svo vel, farðu hingað inn og klæddu þig í þetta"
Pastel-grænn sloppurinn og tissjú box á veggnum.
Hmm, hvort átti maður nú að hafa opið að framan eða aftan?
Setið á biðstofu og beðið eftir að vera kallaður upp. Á flatskjánum er sýnd mynd um hvernig á að þreifa sig. Allar í kring hræddar við að krossleggja lappir, sloppurinn gæti kippst upp og sýnt eitthvað meira en gamla Séð og heyrt ofaná. Allar penar og þykjast ekki vita að þær í kring eru líka berar að neðan, eða ofan, eftir því hvora þær eru að fara í.
Fætur hátt í loft, sundur og kaldur goggur. Ooooooog, þetta er búið.
Bíð eftir næsta bréfi frá leitarstöðinni.