Ég veit Hjalti, ég er sérlega lélegur bloggari þessa dagana. Er stundum búin að semja bloggfærslur í huganum, til dæmis eftir Jeff Buckley tónleikana um daginn var ég alveg komin með hvað ég ætlaði að segja (var yfir mig hrifin af Helga Vali í Halleluja, Andrea var skelfilegur kynnir, fannst Sverrir Bergmann ekki eins góður og hinum, stöðluð uppklöpp á tónleikum eru óendalega hallærisleg) en svo kem mér bara aldrei að því. Er engan veginn eins dugleg og tja, Gísli og svo er Herdís öflug þegar hún kemst í tölvu.
Ætla að skrifa nokkra punkta bara:
* Hjalti er að koma fótboltaheiminum í uppnám þessa dagana, hressandi hvað íþróttblaðamenn geta fengið mikið skítkast á sig!
* Útilegan um sl. helgi var indæl, myndir koma upp von bráðar
* Guitar Hero er frábær leikur, mæli með honum!
* Kveikti á MTV núna rétt áðan og hvað tekur á móti mér? Jú, eitt Against Me! eins og ekkert sé sjálfsagðara. Nú hafa allar þær hljómsveitir sem ég elska verið spilaðar í útvarpi eða sjónvarpi (nema kannski Thursday og Alkaline Trio) en þessu bjóst ég aldrei við....
* Hróarskelda eftir viku!
* Þórdís er að safna vinum á myspace, addið telpunni endilega
* Er að fíla vel þetta veður, meira af þessu takk
* Það er mjöööög fyndið að hlusta á Hjalta skrifa á fullu á lyklaborðið sitt, hann er á fullu og notar samt bara tvo putta - hef aldrei séð annað eins
* Dick Cheney er að tapa glórunni (og atkvæðum) gjörsamlega
* Er þessi Torres ekkert á leiðinni eða hvað?
* Herskip og Nico Rosberg - skemmtilegt hvað maður nær að troða sér í þegar maður á vinkonu í þýska sendiráðinu :)
* Elska teikningarnar í Black Orchid sögunni sem ég er að lesa
* Mikið eru nú gladíólur falleg blóm annars
Þetta er blogg í nokkrum punktum. Gæti skrifað heilu færslunar um hvert og eitt en hreinlega nenni því bara ekki. Og hananú! MSN for details baby!
Ætla að skrifa nokkra punkta bara:
* Hjalti er að koma fótboltaheiminum í uppnám þessa dagana, hressandi hvað íþróttblaðamenn geta fengið mikið skítkast á sig!
* Útilegan um sl. helgi var indæl, myndir koma upp von bráðar
* Guitar Hero er frábær leikur, mæli með honum!
* Kveikti á MTV núna rétt áðan og hvað tekur á móti mér? Jú, eitt Against Me! eins og ekkert sé sjálfsagðara. Nú hafa allar þær hljómsveitir sem ég elska verið spilaðar í útvarpi eða sjónvarpi (nema kannski Thursday og Alkaline Trio) en þessu bjóst ég aldrei við....
* Hróarskelda eftir viku!
* Þórdís er að safna vinum á myspace, addið telpunni endilega
* Er að fíla vel þetta veður, meira af þessu takk
* Það er mjöööög fyndið að hlusta á Hjalta skrifa á fullu á lyklaborðið sitt, hann er á fullu og notar samt bara tvo putta - hef aldrei séð annað eins
* Dick Cheney er að tapa glórunni (og atkvæðum) gjörsamlega
* Er þessi Torres ekkert á leiðinni eða hvað?
* Herskip og Nico Rosberg - skemmtilegt hvað maður nær að troða sér í þegar maður á vinkonu í þýska sendiráðinu :)
* Elska teikningarnar í Black Orchid sögunni sem ég er að lesa
* Mikið eru nú gladíólur falleg blóm annars
Þetta er blogg í nokkrum punktum. Gæti skrifað heilu færslunar um hvert og eitt en hreinlega nenni því bara ekki. Og hananú! MSN for details baby!