Veröld Fjördísar

þriðjudagur, janúar 04, 2005

Gleðilegt nýtt ár allir saman og takk fyrir blogg samveruna á því liðna!

Jólafrí á Íslandi búið og ég er komin aftur til Uppsala. Það var yndislegt að vera í fríi heima en auðvitað leið tíminn allt of hratt og ég náði nú ekki alveg að hitta alla sem ég ætlaði mér. En svona er þetta alltaf, og fólk er alveg meira en velkomið að koma hingað í heimsókn til mín ef það vill - eins og hann Þorgeir minn er að fara að gera nú í enda mánaðarins!

Ég er annars að taka mér smá tæknfrí - hef verið að tengja DVD spilarann (jólagjöf frá foreldrum) við sjónvarpið en fæ enga mynd! Hljóðið er fínt, en skjárinn bara svartur og mér finnst svona skemmtilegra að horfa líka! Einhverjar hugmyndir? En hvað mann vantar svona græjustrák hingað til að redda svona hlutum...
Annars er Ritchie að koma í heimsókn hingað! Hann bauð í miða á netinu og fékk hann á mjög góðu verði svo hann ákvað að skella sér.

Ég man ekkert hvort ég ætlaði að skrifa eitthvað meira - það kemur bara seinna!