Veröld Fjördísar

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Það er alveg ofsalega sorglegt að sjá síðasta strætó kvöldins renna í burtu þegar maður kemur fyrir hornið...
Fór í kvöld heim til Fran þar sem við nokkrar úr bekknum ætluðum að hittast og borða saman og svona. Felicicy, Ana og Irene voru þarna líka og við borðuðum voða gott. Fran gerði lítil smjördeigstykki með spínati og fetaosti, Ana voða gott salat, Irene kartöflur með salati og hnetusósu (yumm), og Felicity kom með ávexti og súkklaði. Eftir það fórum við og sátum i gufubaði og spjölluðum, voða fínt. Fran býr í Flogsta sem er stórt svæði með blokkum fyrir nemendur og í hverri blokk er víst sauna!
Tók svo strætó niður í bæ, sama strætó og allir voru að taka til að fara að skemmta sér en ég bara fullorðin og fór heim. Eða reyndi það allavega! Fékk skiptimiða og ætlaði yfir í sjöuna þegar hún keyrir í burtu. Æltaði bara að harka af mér og ganga heim þá, en sá að sexan var alveg að koma, tók hana að Täljstenen og eftir það var ekki nema svona 20 mín. gangur hingað heim :)

í gær fór ég niður í bæ að hitta hana Tuuli mína sem ég sé svo sjaldan því fór í annan kúrs en við öll - fórum á kaffihús bara. Eftir það kíktum við á Hótel Uppsala þar sem margir nemendur búa (já þetta er alvöru hótel) og enduðum í kvöldmat hjá Tomoka og vinum hennar. Kóreskur og Indónesískur matur er góður, fyrir utan einn rétt sem ég píndi í mig - einhverskona hrisgrjónakaka (meira svona klessa) skorin niður í sneiðar og steikt á pönnu, ekki gott :( En fínt að lenda í svona góðum kvöldmat kvöld eftir kvöld, get bara borðið afganginn af spaghettíinu á morgun.

Bara verð að segja að greinin mín á Fótbolti.net var sú mest lestna þar í gær!!! Go me :)

Já og Daniel minn vann Idolið, húrra! Hann er þrusugóður og hefur góða svona "soul" rödd.