Veröld Fjördísar

föstudagur, desember 03, 2004

Komin í helgarfrí aftur - veit ekkert hvað ég á af mér að gera í allan dag!

Eftir tíma í gær, fyrsta alvöru tímann okkur í þessum kúrsi (höfum bara verið með gestafyrirlesara því kennarinn var í Kína) fórum við Elise (ekki norska skrýtna)á Hótel Uppsala með Irene. Ætluðum að vera voða duglegar að lesa fyrir daginn í dag en... Svo kom fleira fólk í heimsókn og við enduðum í enn einum kvöldmat hjá Asingjunum (finnst það skemmtilegra orð en Asíu fólkið hehehe). Og svo var ákveðið að við skelltum okkur á Brasilíska skemmtun í V-Dala Nation. Samba kennsla og lifandi tónlist, brasilískir drykkir og matur (sá það reyndar aldrei...), dansarar og voða fjör. Allra skemmtilegast var show frá hópi af fólki sem stundar Capiro (?) sem er einskonar blanda af bardagaíþróttum og dansi, ótrúlega flott alveg og vel vöðvastæltir strákar :)

Í morgun var svo illa farið með okkur - tíminn byrjaði á þeim ókristilega tíma 8:30! Slíkt hefur ekki gerst áður þarna og fólkið sem býr í Stokkhólmi sko ekki sátt, lestirnar varla byrjaðar að ganga innan Stokkhólms þegar það leggur af stað! Elise ákvað því að gista hjá mér í nótt sem er ekkert nema sjálfsagt! Ég er háð strætókerfi borgarinnar og þurftum við því að yfirgefa skemmtunina á miðnætti og fara heim. Vöknuðum svo eldhressar og sátum yfir tei og ristuðu brauði svo lengi að við misstum af strætó, tvisvar... Ofsa sorglegt að missa af fyrsta korterinu af fyrirlestri um Theoratical Frameworks of Regional Organizations, contructivism and realismn argument zzzz. Það var ekki fyrr en eftir tímann sem góðar umræður áttu sér stað og ég komst inn í þessa hugsun og átti meira að segja fantagóða athugasemd sem benti á veikleika í kenningu hans - eða það fannst mér allavega. Svanström fannst ég örugglega bara einföld og barnaleg... Það sem hægt er að segja um kenningar finnst mér þetta: Þær eru aldrei algildar, og of mörgun "hvað ef" háðum til að hafa notagildi. Finnst það eigi bara að banna þær, enda langir lestrar um kenningar sem fjalla ekki um neitt og hægt væri að útskýra á einni blaðsíðu einum of margir hjá okkur. Þetta er náttúrulega einföldun hjá mér...

Allavega, ætla að taka því rólega í kvöld því á morgun er bekkjarferð til Stokkhólms. Ætlum að fara þangað á hádegi og eyða deginum á Skansinum, svo borða saman og hitta svo fólk sem var í þessu prógrammi í fyrra á einhverri krá. Hef fengið inni hjá Lauru og þarf því ekki að hafa áhyggjur af að koma mér heim til Uppsala annað kvöld sem er ljúft.

Góða helgi!