Veröld Fjördísar

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Vil byrja á því að óska henni Guggu systur minni innilega til hamingju með afmælið í dag!


Til lukku systa! Posted by Hello



Til hamingju elsku systir - þó það sé mikið að gera núna og framundan mundu að njóta dagsins :) Og ekki er verra að hafa Christian Walz með sér :)


Í gær var fyrsti bekkarkvöldverðurinn okkar. Fyrr um daginn var fundur allra nefndanna sem við erum að setja upp og þetta er orðið ekkert smá umfangsmikið! Við erum alveg að breyta öllu og vonandi á þetta eftir að skila sér til komandi bekkja í þessu prógrammi. Helsti vandinn núna er að Ashok er í Indlandi og Peter í Ástralíu, þannig að deildin er hálflömuð í nokkra mánuði og erfitt að finna einhvern til að snúa sér til með ýmislegt sem upp kemur. Einnig erum við svona á milli deilda og svolítið yfirgefin þar sem prógrammið er í 3 deildum. En vonandi lagast þetta allt saman og við njóta þess öll.

Allavega, við fórum fyrst nokkur til Lauru í hvítvín fyrir matinn, og svo í eitt Nationið sem var með ágætan mat. Johan hafði gert sprenghlægjilega PowerPoint sýningu, svo sungum við sænsk lög og svona. Ég og Siggi vorum beðin um að syngja einhverja íslenska drykkjusöngva og okkur þótti það nú ekki mikið mál.... í fyrstu. Svo bara jæja... hvað eigum við að syngja? Hmmm.... (allir biðu eftir okkur) mér bara dettur ekkert í hug! Get svo svarið það, það eina sem hann kunni var María María sem er nú frekar svona útilegulag frekar en drykkjusöngur per ce. Endaði á því að ég söng "Kvennmannlaus í kulda og trekki" og Siggi hafði aldrei heyrt. En það er svosem kannski ekki að marka þar sem hann hafði heldur ekki heyrt "100 grænar flöskur hangan´uppá vegg" En semsagt, mig bráðvantar einhver góð lög núna til að kyrja næst :) Ætla að athuga hvort ég finni eitthvað á netinu...