Veröld Fjördísar

föstudagur, nóvember 19, 2004

Ofsalega finnst mér ég hafa afkastað miklu í dag, og enn er hálftími í Idol - ótrúlegt alveg!

Byrjaði á því að fara í tími í morgun, ágætis fyrirlestur og umræður um Sameinuðu Þjóðirnar fyrr og nú. Eftir það datt ég óvart inn á fund hjá félagsmálahópnum í bekknum, ætlaði í alvörunni ekkert að taka þátt! Eftir það fórum við Elise (USA, ekki norska skrýtna), Leo og Anna konan hans heim til Irene í langan hádegismat. Svo ákváðum við E og I að skreppa nú bara í bíó svona í tilefni dagsins! Fórum að sjá Dagbók Bridget Jones á fjögur sýningu og skemmtur okkur ferlega vel - alls ekki slappari en sú fannst mér þó svo ekkert toppi bækurnar...

Þannig að ég var bara komin heim rúmlega sex eftir aðra skemmtilega strætóferð heim. Bjallan hætti að virka á strætó (sem var troðinn fram að dyrum) svo að fólk þurfti að kalla alla leið fram til hans ef það vildi komast út - og þessir harmónikkustrætóar eru sko ekkert stuttir! Þetta var stundum mjög skondið að heyra einhvern aftast kalla fram og svo gekk það þar til vagnstjórinn heyrði... alltaf eitthvað spennandi að gerast í sjöunni :)

Hef svosem engin plön fyrir helgina meira - ekki tími aftur fyrr en á miðvikudaginn þannig að eitthvað les maður nú, svo er fundur hjá mér á þriðjudag og svona þannig að ég vona að mér leiðist ekki!
Alveg að koma tími á Idolið mitt, bara 3 þáttekendur eftir og ég held að Filip fari í kvöld. Svo vona ég að Daniel vinni þó svo Darin hafi komið sterkur inn í síðustu viku og sé uppáhald allra ungra stúlkna í Svíþjóð...

Góða helgi!