Veröld Fjördísar

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Jæja þá er snjórinn kominn hingað til Uppsala.
Held það sé tími til að spenna á sig gömlu gönguskónum sem einhver heimtaði að ég tæki með hingað (takk mamma) , taka fram strætókortið og leggja hjólinu. Vona að hann hverfi nú samt fljótt enda langar mig til að hjóla frekar, en svona er víst þetta harða líf hér í Norðrinu -- engir Gerorgíuvetrar fyrir mig hérna!

Er að fara niður í bæ á SWEMUN (Sweden Model United Nations) fund, ég læt alltaf draga mig út í eitthvað.... er núna orðin umsjónarmanneskja yfir umsóknum fyrir Model UN sem verður haldið hér í Uppsala í mars.

Margar óánægjuraddir með hluta fyrsta kúrsins okkar hérna urðu til þess að við í bekknum ætlum að stofna til félags innan hans sem fer með mál nemanda, sér um félagslegu hliðina og allt það sem við höfum verið að gera svona óformlega í haust. Ég ákvað að láta til mín í sambandi við að halda sambandi við gamla nemendur eftir útskrift (er til íslenskt þýðing á Alumni?) og stofna til félags sem vonandi heldur áfram eftir okkar bekk.
Bekkurinn er með mjög margar góðar hugmyndir um hvernig hægt væri að gera þetta prógram betra, auka veg þess og virðingu, og leyfa okkur á fá meira út úr því. Það gerist víst ekkert fyrr en maður gerir það sjálfur ekki satt!

Jæja strætó bara að koma held ég, best að fara út í snjóinn!