Veröld Fjördísar

fimmtudagur, nóvember 18, 2004

Ofsalega er nú samt allt fallegt svona í nýföllnum snjónum. Hann er þykkur og situr vel á trjánum, mig hálf langaði til að fara út og leika mér í honum einhverstaðar! Hef nú ekkert séð nein ofsalega vandræði vegna hans í dag, strætó var að vísu smá seinn og festi sig næstum tvisvar sinnum... Hins vegar er greinilegt að fólk notar almenneningssamgöngur miklu meira að sjálfsögðu, og ég trúi ekki öðru en strætó hafi verið kol ólöglegur þegar ég fór heim áðan, svo vel var þjappað í hann. Bílstjórinn hvatti fólk glaðlega til að færa sig nú aftar, en samt var fólk alveg við fremstu dyrnar og við það að detta út.





Ekki minn strætó sem betur fer, þessi festist samt hér í Uppsala.

Ég komst eitthvað í svo mikla stemmningu eftir lesturinn á bókasafninu í dag að ég ákvað að fara að skoða jólaskraut og fínerí. Keypti málband, batterí, hjólalukt og sleif - svakalega spennandi alveg...