Veröld Fjördísar

þriðjudagur, janúar 18, 2005

Úff hvað það er erfitt að vinna svona lengi og einbeita sér þegar maður er ekki með almennilega vinnuaðstöðu. Þá er ég sérstaklega að talu um skrifborðsstól. Allt í fínu að vinna hérna heima (betra en í skólanum sem er bara grín) en það eina er hvað maður fær í bakið og verður þreyttur á að sitja í stólnum. Þetta er svona gamall og ódýr skrifstofustóll, og hann er alveg að gera út af við mig. Spurning hvað maður gerir þegar vinnan við mastersritgerðina hefst - get alveg séð fyrir mér að ég skreppi í IKEA og splæsi í stól...

Annars gengur ritgerðin svona lala. Finn alltaf meiri og meiri heimildir sem eru góðar, af hverju fann ég þær ekki þegar ég var að byrja ritgerðina!
Ég er semsagt að skrifa um deilur á milli Japan og Kína um Senkaku eyjarnar. Þetta er lítill eyjaklasi, enginn býr þar, en það er talið að olía gæti fundist í nágrenninu við þær. Þannig að þetta er í fyrsta lagi spurning um eignarrétt, og svo spurning hvað það er sem heldur þjóðunum frá því að lenda í alvarlegum átökum um þær, því hvorug þjóðin er tilbúin til að gefa þær af hendi og sameiginlega eignarráð eru ólíkleg. Þarna inn í blandast þjóðarrembingur, stolt, hernaðarleg mikilvægi, saga og ýmislegt annað. Þetta er í sjálfu sér mjög áhugavert, en ég á erfitt með að taka afstöðu og láta skína í gegn "hvað er ég að reyna að segja" í ritgerðinni.
Skil eftir 4 daga...

Þorgeir kemur væntanlega þann 27. jan til mín í heimsókn, sama dag og Ritchie fer aftur til Ameríku. Þannig að það verður ekki tómt í kofanum hjá mér!