Veröld Fjördísar

föstudagur, júní 18, 2004

Hæ hó jbbí jej og allt það - gleðilegan Þjóðhátíðardag kæru Íslendingar!

Fannst ég þurfa að blogga í tilefni dagsins, og láta vita að ég er enn lifandi hérna í Georgíunni minni.
Fer lítið fyrir hátíðarhöldum hérna á Hardy Road, Ritchie var að vinna frá 10-14 og svo aftur frá 18-23, Richard í heimsókn hjá Gabríellu vinkonu sinni, og Pinkie meira að segja svolítið slöpp. Annars fór hún í snyrtingu í gær og ég þekkti hana ekki þegar hún kom aftur - ef hún væri ekki með hálftugginn pakka af íslensku tyggjói hangandi á sér hefði ég haldið að þetta væri annar hundur! Hún hefur alltaf verið mjög loðin en svo bara "snipp" allt hár af! Gott fyrir hana að losna við þetta í sumarhitanum.

Hefur reyndar rignt mikið undanfarið, þrumur og eldingar, stórar eldingar, eru daglegt brauð. Samfara því er mikill raki milli skúra og hann gerir mér lífið leitt.

Já best að láta vita að síminn minn er ekki lengur í notkun. Ég var með árssamning and hann uppurinnn þannig að ég er ekki með gsm í augnablikinu. Flest símafyrirtæki bjóða aðeins upp á 1-2 ára samninga, og ég get auðvitað ekki bundið mig það lengi þannig að... engin sms!

Ætla að drífa mig að tékka á olíunni á bílnum meðan ég man og áður en það dimmir. Bleble...