Veröld Fjördísar

fimmtudagur, apríl 29, 2004

Maður slakar á í blogginu í smá tíma og öllu bara breytt! Kann varla að blogga lengur... ég er of gömul fyrir svona breytingar ;)

Ekkert mikið að frétta af mér, held að flestir vita að ég komst inn í Uppsala háskóla og fer þangað í haust - hlakka ferlega til! Ég mun taka smá krók frá fjölmiðlafræðinni og taka masterinn í International Studies í Department of Peace and Conflict Resolution - vei!

Eins og það er gaman að sjá fréttir úr bænum manns, sérstaklega á Íslandi, þá er þetta kannski ekki sú frétt sem ég hefði viljað sjá :(

12 ára drengur kærður fyrir morð á 8 ára stúlku

Tólf ára drengur var handtekinn í Carrollton í Georgíu í Bandaríkjunum í gær og ákærður fyrir að hafa banað átta ára stúlku en lík hennar fannst í skóglendi, að því er segir frétt CNN. Frumniðurstaða krufningar leiddi í ljós að Amy Michelle Yates var kyrkt. Yfirvöld segja að stúlkan og drengurinn hafi þekkst.
Drengurinn var ákærður fyrir morð og hefur verið fluttur í unglingafangelsi í Paulding-sýslu. Ekki liggur ljóst fyrir hvort yfirvöld hyggjast krefjast þess að réttað verði í máli drengsins líkt og hann væri fullorðinn.

Stúlkan hvarf á mánudag um klukkan hálf sex um kvöldið þegar hún fór að heiman á reiðhjóli til að heimsækja vin í sama hjólhýsagarði. Hún komst aldrei alla leið til vinar síns. Hjólið fannst en ekki Yates. Fjölskylda stúlkunnar gerði yfirvöldum aðvart og um klukkan 22:15 um kvöldið fannst lík hennar í skógi skammt frá hjólhýsagarðinum. Drengurinn mun hafa játað einhverja aðild að málinu.


Úff mér finnst þetta alveg hrikalegt! Vona að þetta barn fái eðlilega meðferð í réttarkerfinu og honum verði hjálpað! Sorglegt alveg...

Ég sat á gólfinu um daginn í mestu makindum að spila Yatzee þegar Ritchie segir rólega: "Baby don´t look back, just sit here ok" Ég meina kommon, þegar einhver segir þetta þá VERÐUR maður auðvitað að kíkja. Svo ég sé Ritchie ganga rólega í áttina að þeirra stærstu kónguló sem ég hef séð held ég. Hann stígur á hana og tilkynnir mér að þetta hafi verið svört ekkja, að vísu karlkyns en samt! Mér varð um og ó... nokkrum mínútum seinna þurfti ég á klósettið og hugsaði með mér að það væri nú týpískt að það væri önnur á klósettinu eða sturtuhenginu. Viti menn, ég lít í sturtuna og á baðbotninu er annað skrýmsli! Kræst þetta er ekki heilbright. Síðan þá hef ég séð fleiri og fleiri hér (ekki svartar ekkjur reyndar), drap eina meðan ég var í sturtu í fyrradag - með sjampóbrúsanum hans nota bene! Vá heil málsgrein um kóngulær, en ég meina ég hef óheilbrigðan ótta við þær og finnst ekkert gaman að vita að allt sumarið er eftir hér með meiri stærri pöddum....

Ég hef ekkert meira að segja.. ekki skrýtið að ég bloggi svona lítið!
Later folks!