Veröld Fjördísar

fimmtudagur, maí 27, 2004

Ætla að byrja á því að óska honum Hjalta bróður innilega til hamingju með útskrifina frá FB! Til hamingju brósi - þú veist að hverju þú stefnir núna og ekki gleyma þú veist, pylsunum ;)

Jæja þá er American Idol æðið búið í bili og (ekki lesa ef þið viljið ekki vita) nýja súperstjarnan er hún Fantasia mín. Lokabaráttan var á milli hennar og Georgíu-hnátunnar Diana. Ég hélt með Fantasiu en auðvitað varð maður að halda líka með Diana þar sem hún er nágranni minn ;) 65 milljónir atkvæði greidd, algjör geðveiki! Þetta var eini sjónvarpsþátturinn sem ég fylgdist með í hverri viku þannig að núna verð ég að finna mér eitthvað nýtt til að sitja spennt yfir, ekki er skortur á úrvalinu!

Það er orðir svolítið OF heitt fyrir mig hérna, hitastigið er um 80-90 gráður farenheit daglega (um 30 gráður celsíus) og í dag af öllum dögum ákvað bílinn minn að fara í feluleik á bílastæðinu í Wal-Mart. Maður reynir að vera ekkert svo mikið úti þegar veðrið er svona heitt, og ég gjörsamlega týndi bílnum og hitnaði og svitnaði við að leita um allt að honum :S Svo er þurrkatíð hér en vonandi fáum við nú einhverja rigningu um helgina og næstu viku. Verst er að á mánudaginn er Memorial Day, sem er frídagur hjá öllum, og mikið um barbeques í görðum og fólk fer á ströndina. Við erum boðin til Gabriella, vinkonu pabba Ritchie, og munum koma með tvo hliðarrétti - fyllt egg og makkarónusalat. Týpískir fyrir barbeque hér í suðrinu. Svo verður kjúklingur, hamborgarar, og pylsur grillaðar, lasagne og fleira og fleira... Nammi namm!

Já og Húlli bara farinn frá Liverpool... ég veit ekki alveg hvað mér finnst um það en ég varði hann þó alltaf þegar gagnrýnin var sem hörðust. Spennandi að sjá hvað verður, sérstaklega fyrst Cissé er að koma!

Fyrst að blogger er búinn að taka um nýtt system (já allavega útlit) hjá sér er ég að hugsa um að breyta mínu líka. Ef ég finn eitthvað betra það er að segja! Spennandi ekki satt... ji hvað ég er mikill risktaker, líf mitt ER spennandi hot damn it!!