Veröld Fjördísar

mánudagur, febrúar 09, 2004

Bíddu... er þetta sanngjarnt?


Fyrir þá sem ekki þekkja eru þetta (fá vinstri): Jussi Jaaskeilainen markvörður Bolton, Elvar, Sami Hyypia varnarmaður Liverpool, og svo Hjalti lukkupadda. Bara haldandi utan um Hyypia eftir leikinn í gær eins og ekkert sé sjálfsagðara! Uss svona fólk! En þeir Elvar skemmtu sér mjög vel í góðum félagsskap Guðna Bergs, Stebba Hilmars, Jóni Ólafs og fleirum. Þar sem Hjalti og Elvar skrifa fyrir fotbolta.net þá reddaði Guðna þeim pössum til að komast inn í svona Players Lounge bæði fyrir og eftir leik og þá hitti hann Hyypia og sá fleiri góða L´pool töffara. Þetta var gaman og ég oggu afbriðissöm.... Hver vill bjóða mér á Anfield? Helst með svona VIP passa?

Já ja, myndin kemur þá bara ekkert! Hérna má lesa ferðasöguna þeirra, sjá myndina (og fleiri myndir) og svona, voða skemmtilegt alltaf hreint...

Ég skemmti mér annars vel um helgina. Fórum á The Rasmus á Gauknum á föstudaginn og ég skemmti mér ferlega vel! Þeir voru mjög þéttir en ekkert sérstaklega þungir neitt, gítarleikarinn stórfínn en með fyndinn hreim. Það er einhver veginn bara ekki það sama að heyra með þykkum finnskum hreim "Are you all having a good time yes? The Icelandic girls are the most beautiful girls in the world yes! Are you ready for more yes?" Ekkert svaka rokk því en þetta var stórfínt!
Svo á laugardaginn fór ég í 25 ára afmæli Þyríar Kvennó bekkjarsystur á Thorvaldssen, svo fórum við þaðan yfir á Þjóðleikhúskjallarann í góðum fíling. Svaka skemmtun alveg! Góð tónlist í boði Gullfoss og Geysis.
Bara rólegt í dag - 2 fótboltaleikir m.a. Manchester City v Birmingham sem Hjalti og hópurinn var á. Ekkert mikið fyrir augað sá leikur reyndar...
Svo bara meira bókhald á morgun! Og tvær vikur í brottför til Ammrígu....